laugardagur, maí 19, 2007

Geggjaðir Gogga-tónleikar!

Ég er þreytt. Ég er þreytt eftir gærdaginn og nóttina. Eftir lestarferðir, gönguferðir, barferðir, búðarferðir og síðast en ekki síst geðveika tónleika með George Michael í Árósum í gærkvöld!
Ég innheimti afmælisgjöfina mína í gær og skellti mér á tónleikana með Kristrúnu. Við skutlurnar tókum lestina í gærmorgun til stærstu borgar Jótlands. Þar hittum við þrjár aðrar skvísur sem komnar voru misjafnlega langt að. Margrét, vinkona Kristrúnar, og Anna, frænka Margrétar, komu alla leið frá Fróni að berja kappann augum og Ósk, systir Margrétar, kom frá kóngsins Köben. Stelpuferð, án barna og karla! Æði! Frosen margarita úti á stétt og búðarráp og öllu slúttað með frábærum tónleikum! Gerist það betra?
Þar sem hversdagsleikinn er tekinn við er best að athuga hvort heilasellurnar séu komnar í gang eftir tæplega sólarhrings vöku og rúmlega fimm tíma svefn.

Góða helgi gott fólk!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk æðislega fyrir geggjaðan dag og geggjaða tónleika hefði ekki getað verið betra. OMG hvað maður var þreyttur eftir þetta en vel þess virði.

Heiðagella sagði...

ohhhhh hvað þetta hljómar allt saman vel........ ABBó:.(

Nafnlaus sagði...

*STÓÓÓR ÖFUND*
kv. Lilja