laugardagur, júní 02, 2007

Bogguheimsókn

Við fengum góða heimsókn í gær. Bogga kíkti á okkur frá Kaupmannahöfn. Það var alveg obboð notó að fá hana í smá kíkk. Hún kom í gærkvöld og við kíktum aðeins á Open by night, eins og það heitir hérna í Óðinsvéum þegar búðirnar eru opnar fram eftir öllu. Við blæddum á okkur mat á matsölustað og hygguðum okkur saman. Notó, spotó. Gemlingarnir sofnuðu í bænum og á leiðinni heim svo það voru rólegheit þegar heim var komið, kjaftað, blaðrað og kjaftað meira, eftir það var farið að sofa. Við erum reyndar að spá í að fá Boggu til að búa í gestaherberginu, því það sváfu allir eins og steinar, hvorugt barnanna vaknaði og foreldrarnir fengu þrusuhvíld þó ekki væri kannski sofið sérlega lengi. Tengdaforeldrarnir tilvonandi sóttu skvísuna svo hingað til okkar og kíktu aðeins inn fyrir. Þetta er alveg þrælmyndarlegt fólk, eins og sagt var í gamla daga. Lofar góðu! Bríet Huld var rosa hrifin af Boggu og sá að þarna var komin nýja besta vinkona hennar! Hún fékk hana meira að segja með sér á salernið á matsölustaðnum, þar sem Bríet Huld tyllti sér á gólfið með snyrtibudduna hennar Boggu og naut sín í botn, fékk meira að segja varalit og alles! Að sjálfsögðu fékk Bogga greyið ekkert að hvíla sig og var drifin í feluleik með systkinunum í dag ;) Bríet Huld tilkynnti svo móður sinni hátíðlega að Bogga væri nú engin kona eins og mamma hafði sagt heldur bara stelpa! Ég veit nú ekki hvort það sé vegna hrukkuleysis og hressleika. Trúlega hefur hún þó líka minnt þá litlu svolítið á hana Andreu frænku sína, þó hún sé dökkhærð (þeas Bogga).
Takk fyrir komuna elsku Bogga, það var notó að hafa þig. Hlökkum til að fá ykkur Martin í almennilega heimsókn! Vonandi verður það í sumar!

Jæja, ætla að halda áfram að horfa á leikinn, Svíarnir eru að taka þetta 2:3 en vonandi rífa Danirnir sig upp úr því.

2 ummæli:

Heiðagella sagði...

jahá....

Heiðagella sagði...

takk fyrir kræsingarnar í gær. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm.....kys Heiðagella