laugardagur, október 13, 2007

Jólin, blessuð jólin!

Það er ekki laust við það að ég sé að komast í jólaskap. Það kemur trúlega engum á óvart sem mig þekkir ;) Enda "bara" 73 dagar til jóla. Jólavörurnar eru farnar að gægjast í búðirnar. Í Plantorama, sem er svona stórverslun með blóm og svona, er búið að setja upp jólatré og allskyns jólaskraut, ohhh... ég fékk ilinn yfir mig sem fylgir jólunum. Ég var nokkuð ánægð með litaval búðarinnar fyrir þessi jólin, ekkert svart! Rautt, silfrað, gyllt, fjólublátt og ótrúlega fallegur græn-silfraður litur, sem ég á áreiðanlega eftir að bæta í jólasafnið mitt. Það var ekki til að minnka jólastemninguna hjá mér þegar dóttirin tók upp á því að heimta Brunkager í Netto um daginn og sönglaði svo jólalögin dátt!
Já, sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært þú ert sko manneskja að mínu skapi, ég var einmitt að kvarta yfir því áðan í IKEA að jóladótið væri ekki komið upp!!!
kv. Lilja

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf gott að hafa eitthvað að hlakka til því ekki er þessi blessaði skóli okkar mikið tilhlökkunarefni!!!
Knús úr hlaupabólubælinu...
Tinna

Nafnlaus sagði...

Ég er komin líka með svona vott af jólaskapi í mig, farin að spá í hvar jólatréið á að vera og svona.

gaman gaman

Ágústa sagði...

Mér finnst þessi tími einmitt svooo yndislegur - ja fyrir utan hvað hann er að sama skapi ekki yndislegur í vinnunni minni!...

Bestu kveðjur í útlandið,
Ágústa

Nafnlaus sagði...

Þetta er í fyrsta sinn sem ég vil fá jóla-allt frekar snemma, ætla helst að ná að kaupa allar jólagjafir fyrir miðjan nóvember, pakka þeim inn og allt,þá þarf ég ekki að stressa mig á því rétt fyrir jólin og hvur veit hvar maður verður þá. Hef verið fyrirhyggjusöm þetta árið og fjáfest erlendis í mögulegum gjöfum. Svo er alltaf spurning hvort maður hafi skipt um skoðun í millitíðinni og tími að gefa góssið.

Addý Guðjóns sagði...

Hehehe... það er rétt. Það er oft sem maður vill breyta merkimiðanum á pakkanum og setja sitt eigið nafn á hann ;) Við vorum snemma í því þetta árið og erum búin með jólagjafirnar nema fyrir okkur fjölskyldumeðlimina, ja í rauninni eigum við bara eftir að kaupa jólagjöf handa Elí Bergi. Við tókum gjafirnar með heim í sumar til að losna við sendingarkostnaðinn ;) Sumir hlógu að okkur, en mér fannst við sniðug!