Þá er búið að fjarlægja það mesta af greinunum sem felldar voru af stóra trénu í garðinum hjá okkur. Eftir eru einungis trjástubbar, sem á að brenna á "eldstæðinu" okkar við tækifæri. Veðrið er gott, svo það gæti hreinlega verið stutt í athöfnina. Við borðuðum úti á palli í fyrsta skipti þetta vorið í gær. Fyrir valinu varð pítsa a'la Chianti. Obboð góð bara. Hún rann ljúft niður eftir erfiði ruslaferðanna. Alltof lítil og snjáð föt fengu líka að fjúka á haugana, sem og gamli skápurinn sem hýsti þau, auk gamallar kerru og ónýts Netto-hjólavagns, sem þó dugði ótrúlega lengi og vel. Nú er bara að bretta upp ermar og drífa í þrifum á heimilinu, enda vel subbulegt eftir framkvæmdagleði síðustu viku. Spurning hvort ég nái hjálparhellunum út úr sjónvarpinu, eða hreinlega geymi þær þar þar til þrfiin eru yfirstaðin. Þó verð ég fyrst að drösla þeim með mér til ljósunnar, svona til að athuga hvort í lagi sé með belgfarann og þar sem búið er að lofa ís fyrir góða hegðun, ef einhver verður, verður bæjarferðin trúlega lengri en sem nemur kontrólnum hjá ljósunni. Auk þess er daman búin að heimta H&M ferð líka. Greinilega kominn sumarfílingur í litla kroppa líka, því það er víst lífs nauðsynlegt að fara að kíkja á einhverja almennilega sumarkjóla!
Þar til næst...
miðvikudagur, apríl 16, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Það er ekki að spyrja að dugnaðinum. Vona að þið hafið fundið sætan sumarkjól í H&M :)
Kv. Ágústa
Skrifa ummæli