miðvikudagur, apríl 23, 2008

Já, maður spyr sig!

Hvað er betra að gera þegar maður vaknar klukkan 6 að morgni en að setjast við saumavélina og sauma saman himnasæng yfir rimlarúmið?

Fékk annars þessa fínu útlensku athugasemd á fyrra blogg. Gæinn var mjög ánægður með bloggið og fannst það áhugavert. Spurning hvort þetta hafi verið einhver þýskur íslenskunemi, en ég hefði þá búist við því að hann hefði allavega reynt að strögglast framúr íslenskunni. Ég dreg það stórlega í efa að óbreyttur útlendingur hafi miklar áhyggjur af tungumáli vorrar þjóðar, og hvað þá að sá hinn sami hafi áhuga á þessum pælingum mínum! Það er þó alltaf gott fyrir egóið þegar einhver "nennir" að kvitta, hver sem það svo er ;)

3 ummæli:

Ágústa sagði...

Tja það er bara nákvæmlega ekkert berra en að gera kl 6 á morgnanna heldur en að setjast við saumavélina.... ja nema kannski að fara aftur að SOFA ;)
Það er ekki að spyrja að dugnaðinum í húsmóðurinni.

Kannski unginn láti sjá sig á sumardaginn fyrsta? :)

Við erum á leið í sumarbústað í Varmahlíð, ætlum að vera fram á sunnudag - allir orðnir voða spenntir.

Heyrumst eftir helgi.
Ágústa og guttarnir (4)

Ágústa sagði...

Hmm, eitthvað hafa fingurnir farið takkavillt þarna... það á auðvitað að standa þarna "ekkert betra að gera" :)

Nafnlaus sagði...

Þér er ávallt velkomið að mæta á Pomosavejinn að morgni og framreiða morgunmat, ef þú getur ekki sofið! hehe
Knús úr sólinni í N
Tinna