þriðjudagur, júlí 25, 2006

Staying alive!

Ef svo ólíklega vill til að fólk hafi verið farið að hafa áhyggjur af mér og farið að hallast að því að ég væri liðin frekar en lífs, þá kemur smá pistill lífi mínu til sönnunnar.
Síðstu vikur eru búnar að vera ansi þétt skrifaðar, svo enginn hefur tíminn gefist til verkefna svo neðarlega á forgangslistanum eins og bloggs. Eins og þið tókuð eftir í síðasta bloggi var margt um börn hér eina helgina. Mánudeginum eftir þá helgi komu Inga Birna, Helgi Þór og Sveinn Elí til okkar og dvöldu fram á laugardag. Þriðjudaginn þar á eftir komu Katla, Haukur, Aron Örn og Árni Már í heimsókn og þau kvöddu í morgun eftir viku dvöl á Ugluhæðinni. Veðrið lék við gestina svo hægt var að gera hvað sem hugur girntist, annað en að busla í pollum. Ströndin fór ekki varhluta af dvöl gestanna, Legoland og dýragðurinn voru heimsótt, efnahagur Danmerkur réttur við og ýmislegt annað sér til gamans gert. Takk fyrir komuna elsku vinir!

Smá súkkulaðitilvitnun í tilefni dagsins:
"Venskaber lever længere, hvis de smøres regelmæssigt med chokolade."

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki bara málið að opna gistiheimili og fá enn fleiri í heimsókn. Þetta er víst svona þegar fólk býr á vinsælum áfangastöðum erlendis það vill verða gestkvæmt á köflum, kannski bara alveg eins gott að lifa á því líka. Gott samt að heyra að þið eruð á lífi m.v. hitabylgjufréttir og óloftkæld hús.

Nafnlaus sagði...

Ég væri sko til í að koma í heimsókn og kíkja með stelpurnar í Legoland. Kannski næsta sumar þegar fjárhagurinn verður skárri og þið komin í stærra hús!! Ég held þið ættuð að fara að rukka fyrir gistingu hehe, gæti verið ágætis búbót fyrir ykkur.

Kveðjur úr þokunni á Íslandi,
Lísa

Nafnlaus sagði...

Langar ykkur ekki að fá mig og Viktoríu í heimsókn til ykkar líka.. Væri sko alveg til í það, efnahagurinn segir mér þó einhvað annað sko, því miður enn aldrei að vita ;)

Enn frábært að heyra aðeins frá ykkur elsku dúllurnar mínar ;)