þriðjudagur, febrúar 20, 2007
Sorglegt
Er ekki svolítið sorglegt að helst lesnu fréttirnar á vefblöðunum á klakanum séu slúðurfréttir? Fréttir af Anne Nicole heitinni hafa fyllt allar síður blaðanna undan farna daga, enda stórfurðulegt mál, og nú bætast fréttir af Jude Law og Höllu Vilhjálmsdóttur (sem ég hef reyndar ekki hugmynd um hver er) í safnið. Ég viðurkenni þó fúslega að ég er mikill slúðuraðdáandi í þeirri merkingu orðsins að ég les nú oftast allt það slúður sem fyrir augu mér koma ;) Enda týpískur kvenmaður á þrítugsaldri. Ég get því seint talist saklaus af því að stuðla af slúðuriðnaðinum. Hehehe... Sorglegt! Áður tippluðu samlandar mínir um höfuðborgina hér í landi í leit að vitneskju og svörum, án námslána en þó í fullu námi. Sem betur fer höfðu þeir þó efni á einum köldum af og til, blessaðir. Nú þramma ég um götur borgar sama lands, á námslánum, með Her og nu í annarri hendinni og heilan kassa af bjór í hinni hendinni og ýti á undan mér kerru fullri af börnum. Samt tel ég mig námsmann. Sorglegt! Og ég ætti að skammast mín! Eða hvað...?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ja sko nei. alls ekkert að skammast þín, ja nema ef það væri fyrir að vera ekki með 2 kassa af bjór í staðinn fyrir 1...(kassi fyrir hvert barn)
þú rokkar mín kæra...
Skrifa ummæli