mánudagur, febrúar 05, 2007

Ævintýrin gerast enn!

Ég vil byrja á því að óska hennar hátign krónprinsessu Mary til lukku með daginn! Skvísan bara orðin 35 ára.

Það er óhætt að segja að Frikki hafi valið sér fína konu til að taka við af henni Tótu frænku með sér! Ekki nóg með að prinsessan sé stílíkon, eins og sagt er á okkar ástkæra ylhýra, heldur held ég að það sé bara nokkuð mikið varið í hana líka. Hún er svona pinku Díana, alger Öskubuska, þó ekki komi hún beint úr öskunni, enda gerði Öskubuska það eiginlega ekki heldur, það var jú bara stjúpan sem skikkaði hana í soraverkin. Já, ævintýrin gerast enn! Og það hérna bara í næsta húsi. Ekki er það nú verra. Ekki svo að skilja að ég sé mjög æst í að verða prinsessa eða drottning, síður en svo, enda myndi ég trúlega tækla athyglina mjög illa. Hitt er annað að prinsessuna mína dreymir prinsessuhlutverkið á hverri nóttu og hún eyðir flestum dögum í æfingar fyrir hlutverkið mikla!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já við skulum bara vona að Christian litli sé fyrir þær aðeins eldei, og vúpsí, Þú verður tengdamóðir konungborinna, myndir sæma þér vel í því hlutverki, þó prinsessutaktarnir séu ekki þér í blóði bornir...
(Annars erum við jú allar inn við beinið pínku prinsessur, ja allavega ég, ja eða??)

Heiðagella

Nafnlaus sagði...

Ég segi það líka eiga þessir dönsku prinsar ekki efnilega tengdasyni fyrir Bríeti? Alveg mál til komið að við tökum konungdóminn yfir líka...

Nafnlaus sagði...

ha ha ég er greinilega ekki sú eina sem hugsaði mér Bríeti sem tengdadóttur fyrir litlu prinsana. En ég vona bara að þið verðið ekki svo lengi í Danmörku að dóttirin nái því að komast á giftingaraldurinn þar! Það eru örugglega mikið álitlegri sveinar hér heima ;o)

knúsidiknús,

Lísa