Hvernig skilgreinir maður sjálfan sig? Oftar en ekki grípur maður í starfsheitið og slengir því fram þegar kemur að því að segja hver maður sé. Er það rétt? Er maður vinnan? Að sjálfsögðu er vinnan hluti af manni sjálfum. Hvað þá með allar þær vinnur sem maður áður hefur unnið? Þær hljóta, hver á sinn hátt, að hafa átt sinn þátt í því að maður sé orðinn að þeirri manneskju sem maður er. Fólk spyr líka hvert annað um það hvað það gerir í stað þess að spyrja hver einstaklingurinn í raun er. Við erum ekki vinnan, þó að sjálfsögðu hún eigi sinn þátt í að móta okkur. Við erum við sjálf, mismiklar tilfinningaverur, misvinaleg, misfúllind, misaggressív, misgóð. Við mótumst af umhverfi okkar. Helst af öllu tel ég mig vera móður, eiginkonu og húsmóður, því þetta eru mín helstu hlutverk í lífinu, að mínu mati, þó er ég líka námsmaður og kem vonandi einhvern daginn til með að verða talmeinafræðingur. Þetta segir þó ekkert um það hver ég í raun og veru er. Þetta er stöðutákn mitt, þó ekki kjafti ég frá bankainnistæðum, ja eða yfirdrætti ;) En hver erum við? Vitum við það yfirhöfuð sjálf? Ef ég kíki aðeins inn fyrir skinnið og reyni að athuga hver ég er, veit ég hreinlega ekki alveg að hverju ég á að leita. Á ég að athuga hvernig ég er að skapi farin? Á ég að athuga hvað mér finnst gott? Skemmtilegt? Hræðilegt? Hvenær ég er glöð og hvenær ég er leið? Ég hef ekki hugmynd um það!
Það er spurning að fara að athuga hvort einhver sálfræðinganna opni dyrnar fyrir mér og fylgi mér í skemmtilega för um sjálfa mig!
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Þetta var djúp pæling Addý mín, er eitthvað sérstakt í gangi. Kannast við þessa pælingu en ekki fyrr en eftir krabbameinsdóm og komst að þeirri niðurstöðu að ég væri bara þokkalega góð manneskja. Held að það skipti öllu máli í lífinu og eftir dauðann að hafa verið "góð manneskja". Maður borgar fyrir syndir sínar...ef einhverjar eru...annarsstaðar. Aðrar skilgreiningar eru nokkuð eðlilegar eins og móðir, húsmóðir, námsmaður, eiginkona o.s.frv. Það væri fátæklegt ef maður gæti skilgreint sig í einu orði svo því fleiri skilgreiningar því betra.
Já, ætli það ekki. Trúlega er betra að geta skellt á sig fleiri en færri skilgreiningum. Maður er jú manneskja og það kvenmaður, svo varla er hægt að láta sér nægja eitt orð. Ja, eða hvað, kannski er nóg að segja ég er KONA! Hihihi...
Skemmtilegar pælingar Addý :) Ég er sammála Gillí með það að það væri fremur fátæklegt ef hægt væri að skilgreina mann með einu orði - við erum náttúrulega afar stórbrotnar og flóknar manneskjur ;) En fyrst og fremst GÓÐAR og SKEMMTILEGAR hahaha, ekki satt?
Eigiði góða helgi, þú og Helgi (bara öll í djókinu núna haha).
Knús og kossar til litlu gormanna
Góðar pælingar Addý...hef setið í þessari pælingasúpu í töluverðan tíma. Stundum er súpan of krydduð og þá bætir maður smá vatni út í. Trikkið er að ná þessu fína jafnvægi. Stundum á maður rjóma og koníak út í.
bestu kveðjur,
Arnar Thor
Skrifa ummæli