Ég missti af undankeppninni fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarspsstöðva á Íslandi í gær sökum þess að ég sjálf tók þátt í öllu alvarlegri söngvakeppni hjá henni Heidi vinkonu minni úr skólanum. Uppúr krafsinu hlaut ég raddleysi og þreytu, enda þarf maður að láta vel í sér heyra ef maður ætlar að ná langt í Singstar! Já það var heldur betur gaman í gærkvöldi í ekta tøsefest, eins og það kallast á dönsku. Ástæðan fyrir herlegheitunum var stórafmæli skvísunnar í Kirekendrup (þeas Heidi). Þarna flæddu kokteilarnir, eins og best er á kosið í ekta stelpupartýi, frosen margarita og mohito, ummm...
En allavega, að söngvakeppninni. Ég verð nú að viðurkenna það að mér finnst lagið með Eiríki ekkert sérlega grípandi. Yngsta fjölskyldumeðlimnum finnst það aftur á móti ansi spennandi og dillir sér og slær höfðinu fram og til baka í takt við tónana. Skvísuni leist hins vegar betur á danska lagið sem flutt er af klæðskiptingi og heitir Drama queen. Ég er reyndar sammála henni, mér finnst það lag mun meira grípandi en íslenksa lagið. Ég set linkinn á danska lagið hérna að neðan svo þið getið sjálf dæmt um hvort lagið er sigurstranglegra og að ykkar mati betra. Það væri gaman að fá smá feedback á þetta! ;)
DQ með Drama queen, þið þurfið bara að smella á að þið viljið sjá eða heyra lagið til hægri á síðunni http://www.dr.dk/Melodigrandprix/forside.htm
og svo Eiki Hauks með sitt lag http://www.ruv.is/songvakeppnin/
Hilsen,
Addsin
sunnudagur, febrúar 18, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég verð að vera sammála. Danska lagið er mun betra en það íslenska.
Flytjandi á því íslenska er líka orðinn nokkuð þreyttur og lifaður. En þeir ljótustu unnu í fyrra, lagið var samt gott líka þannig að það hjálpaði.
Aldrei að vita hvað Evrópu dettur í hug ;)
kv. Inga Birna
já þessi blessuðu júróvisíónlög batna víst ekki ár frá ári, Ok hérna 84 var Eiki kanski hot, en núna er hann einmitt bara gamall rauðhærður kall sem getur glatt sig yfir gaggó vest og gömlum tíma....
Maður spyr sig...
Heiðagella
Eiríkur er alltaf flottur, þeir sem eru trúir sjálfum sér, alltaf allsstaðar falla ekki í gleymsku og dá....mér var svo sem nokkuð sama um hvaða lag færi en danska lagið er grípandi og ´"týpískt" júróvisjónlag.....en gætir ekki áhrifa frá Silvíu Nótt þarna í öllum glamúrnum...ég spyr!
Ég er sammála Gillí....Eiki er bara eins og hann hefur alltaf verið og það er það góða við kallinn!!
En af þessum tveimur verð ég að svíkja föðurland mitt og velja DQ... það er bara einfaldlega meira grípandi ;o)
Kveðja að norðan Tinna
Skrifa ummæli