þriðjudagur, júní 19, 2007

Dagur í lífi Addýjar

Sól og rúmlega 20 stiga hiti. Kerla með rassinn upp í vindinn í arfatínslu. Nokkrum blómum skellt í potta eftir Bilkatúrinn. Bara svona rétt til að punta upp á veröndina okkar. Gemlingarnir hlaupandi um hálfnaktir. Pabbinn á eftir mömmunni með símann í hönd, tengdamamman er á línunni. Restar af 17. júní-rjómatertunni étnar í góðum félagsskap Íslendinga og Dana. Misgáfuleg verkefnavinna, en whatta f... okkur miðar eitthvað áfram. ZNU, LEA, Howard Gardner, Stern og fleiri skemmtilegir guttar og módel uppeldisfræðinnar hitta án efa í mark næstu daga. Skiladagur: 29. júní, fimm ára brúðkaupsafmæli Addýjar og Helga. Já, vinir. Hjónabandið heldur enn! Ekki svo að skilja að ég efi það að það haldi ekki eins lengi og við lofuðum almættinu. Reyni allt til að standa við það, það ku vera svo assskoti heitt í neðra.
Well, það er komið að háttatíma hjá ungviðinu og múttan þarf að drífa sig í plokkun, litun og Despógláp hjá Kristrúnu NIÐRI í Højby.
Adios amigos!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með brúðkaupsafmælið....svona fyrirfram. Í mínum huga eruð þið Helgi svona fyrirmyndarhjón...ævinlega saman í öllu...eins og fólk á að vera.

Nafnlaus sagði...

Ohh en gott að sólin er farin að skína á ný...var farin að hafa áhyggjur. Til lukku með brúðkaupsafmælið...Knús!