fimmtudagur, júní 14, 2007

Líf á ný

Þá er oto-rhino-laryngologi og sprog- og talevanskelighederprófið búið. Ég fékk spurningu um dysartri, sem eru talörðuleikar sem orsakast af skaða í taugakerfinu. Mér fannst mér ganga vel... kennararnir voru sammála en ekki alveg hundraðprósent sammála því ég fékk bara átta. Ég varð alveg hundfúl! Vildi fá 9 eða 10! Þá kom í ljós hvers vegna ég hefði ekki fengið svo háa einkunn; ég er ekki sölumaður! Ég seldi mig ekki fullkomlega í prófinu, eins og þær orðuðu þetta. Þarf að vera öruggari með sjálfa mig og keyra út í svörin. Ég sem hélt ég hefði þetta allt. Prófið varð svolítið líkt samtali og það hentaði mér vel og ég fékk mjög margt og mikið sagt og að ég tel allt satt og rétt. Þær sögðu ennfremur, sem þó er bót í máli, að ég kunni fagið alveg og að ég verði án efa frábær talmeinafræðingur þegar að því kemur. Þetta rökstuddu þær með því að ég átti gott með að lesa þennan ákveðna einstakling sem ég fékk í keisinu mínu, eins og það heitir á góðri íslensku, og gat sýnt fram á að ég gæti fundið hvaða æfingar hentuðu honum. Til að hækka einkunnirnar mínar þarf ég hins vegar að æfa mig, æfa mig, æfa mig! Svo nú er stefnan tekin á sölunámskeið í sumar!

Ha' det godt!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku elsku Addý okkar! Reynir samt að vera í fríi á sölunámskeiðinu þegar við mæðgur kíkjum á ykkur í sumar.
kveðja Ingibjörg og co

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta Addý mín. Þú ert ótrúlega klár. Er ekki aðalmálið að kunna fagið, sé ekki hvernig sölumennska kemur inn í þetta....ekki nema það verði sjálfstætt starfandi talmeinastöðvar í samkeppni hver við aðra í framtíðinni....sem er svo sem líklegt m.v. hvernig allt er orðið hér.