þriðjudagur, júní 26, 2007

Ælupest og niðurgangur

Mikið afskaplega er leiðinlegt að reyna að skrifa ritgerð þegar maginn hangir ekki saman. Fékk upp og niður í gær, frekar fúlt. Er öllu hressari í dag en hausinn er samt að springa. Hef ekkert unnið í ritgerðinni þennan daginn, en ætla að reyna af öllum mætti að verða dugleg, á eftir! Á morgun segir sá lati, en enginn hefur minnst á það að það sýni leti að fresta hlutunum þar til síðar dags.

Ég er komin með fimm síður í þessu verkefni sem á að telja átta síður, svo þetta mjakast. Mottóið var að klára í dag, en það frestast trúlega þar til á morgun, því miður. En þetta verður búið fyrir föstudaginn í það minnsta, þegar skiladagurinn rennur upp.

Ég hef löngum verið talin skrýtin þegar að jólahaldi kemur. Já, jólahaldi! Ég tek alltaf upp á því að telja dagana til jóla einu sinni í ágúst og svo nokkrum sinnum á haustin og svo er niðurtalningin hafin mánuði fyrir jól. Jólatónarnir eiga það líka til að fylgja, sem og jólaföndur. Þetta árið er ég nokkuð snemma í hlutunum, þó ekki sé ég farin að telja niður eða spila jólalög. Ég er búin að kaupa 11 jólagjafir! Geri aðrir betur! Þetta er reyndar allt fyrirfram skipulagt, því ég ætla að taka gjafirnar með mér heim svo ég spari mér sendingarkostnaðinn, sem náði 1000 kr. dönskum í fyrra. Svo þetta er allt í þágu sparnaðar.

Jæja, hef svosem ekkert að blaðra um annað en að á morgun flytja Elísabet, systir hans Helga, Gulli, maðurinn hennar, og gemlingarnir til Esbjerg. Ætli við reynum ekki að kíkja á þau um helgina.

Adios amigos! Og kvittið endilega, það er frekar tómlegt að hafa síðustu færslur upp á 0! Kannski get ég sjálfri mér um kennt og mínum litlausu færslum. Ætti kannski að hafa þær eitthvað meira krassandi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alltaf gaman að heyra um fleiri jólasveina :-) þetta er nátttúrulega ekkert skrýtið, bara hagsýni.
kv. Lilja

Nafnlaus sagði...

Sæl þetta með jólagjafirnar eru auðvitað bara hagsýni og þegar Íslendingar eru orðnir hagsýnir þá eru þeir að breytast í Dani því þeir eru þekktir fyrir það

Nafnlaus sagði...

auðvitað var þetta ég sem skrifaði hér að ofan en gleymdi að skrifa nafn
Ingibjörg hehe