miðvikudagur, júní 20, 2007

Geturðu hjálpað mér?

Nú er ég á tímamótum, hljómar kannski drastískt, en svona er heimurinn orðinn; yfirborðskenndur með plastívafi.
Þannig er mál með vexti að ég hef ekki litað hárið á mér á stofu síðan í mars í fyrra. Reyndar litaði ég það með búðarlit einhvern tímann síðasta sumar, en síðan þá hefur ekki farið dropi af hárlit á minn koll! Nú stend ég hins vegar frammi fyrir því að finnast ég þurfa að lita mig, samt er ég ekki viss um að ég vilji það. Því spyr ég þig, lesandi góður, á ég að lita eður ei? Mér er það gersamlega ómögulegt að taka þessa ákvörðun sjálf. Talandi um valkvíða!

Það skal tekið fram að þetta hefur ekkert með það að gera að Versace sé að koma aftur í tísku, ásamt öllu því glingri og glamúr sem því tískuhúsi fylgir.

Með von um MIKLA hjálp,
Addsin paddsin.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Addý, þú ert flott eins og þú ert en ég segi lita. Ekki spurning. Það er alltaf gaman að breyta til og stundum þarf ekki nema aðeins annan blæ á hárið! Svo vex þetta líka og dofnar úr á stuttum tíma svo það þarf ekki að hafa áhyggjur af því lengi ef maður er ekki ánægður. Doktor Lísa segir semsagt LITA heheh

Kveðjur,

Lísa

Nafnlaus sagði...

Sammála lísu...lita, nauðsynlegt að breyta aðeins til og flikka upp á sig.

Nafnlaus sagði...

ég er sammála fyrri mælendum. Alltaf gott að breyta til. Það skaðar engan. ;)

Gangi þér vel með verkefnið

kv Inga Birna

Nafnlaus sagði...

Addý ertu vog?

Addý Guðjóns sagði...

Neibb... ég er hrútur.

Nafnlaus sagði...

Var að koma úr klippingu og litun miklu léttari í skapi.

Nafnlaus sagði...

sko þá er það komið ... kellan á að lita sig þá er bara spurning hvaða lit.....
knús
Hronnsla ponnsla