miðvikudagur, mars 19, 2008

Hvað er eiginlega í gangi?

Tveir dómar sama dag á sama landinu.

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi,
þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun
gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar
*sex hundruð þúsund *krónur í miskabætur. —

———Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að
greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, *eina milljón og fimm*
*hundruð þúsund
* í fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af
ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6
milljónir í málskostnað
.

Hvor konan ætli hafi þjáðst meira, andlega og líkamlega?

Ekki nóg með að skaðabæturnar sem fyrri konan á að fá séu í miklu ósamræmi við glæpinn sem gegn henni var framinn, heldur eru miklar líkur á því að hún komi aldrei til með að fá þessar sexhundruðþúsund krónur greiddar, því miður. Mér skilst nefnilega að það sé ekki ríkissjóður sem leggi út fyrir skaðabótunum og rukki svo þann brotlega, heldur þarf brotþoli sjálfur að sjá til þess að fá greiddar þessar bætur, með því að banka upp á hjá þeim er glæpinn framdi og biðja um peninginn. Vonandi er þó búið að breyta þessu. Nægum skaða hefur brotþoli þó orðið fyrir að hann í ofanálag þurfi ekki að ganga á eftir greiðslum af brotlega hálfu.

Það er skrýtið land sem ekki metur hið andlega að meiru en hið veraldlega. Heimurinn er því skrýtinn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þetta er alveg hreint út sagt magnað fyrirbæri,, almáttugur minn eini..
Stórundarlegt.
Vonandi að þetta breytist nú.

Takk fyrir okkur á m iðvikudaginn og hafið það rosalega gott í bústaðnum ;)