Þá er búið að fella stóra tréð í garðinum okkar. Það er alveg hreint ótrúlegt hvað við hjónin löðumst að görðum með stórum trjám, en eigum svo í tilfinningaþrungnu ástar-hatursambandi við blessuð trén. Í þetta skiptið voru það nágrannar okkar sem bönkuðu á dyrnar og báðu um leyfi til að fella blessað tréð, því sólin væri sjaldséð í þeirra garði vegna stærðar kvikindisins. Um helgina var garðurinn því fullur af fólki sem við ekki þekkjum. Notalegt nok... Helgi hjálpaði til, en ég var lítið til gagns, reyndi að bjóða kaffi sem var afþakkað því unga fólkið (ég er þó enn ung!) drekkur ekki svarta drykki í dag, sérílagi ekki séu þeir heitir! Ég snérist því á hæli og hélt inn að klára prjónakjólinn, -skóna, og -hárbandið á dótturdótturina. Nú eru sömu gæjarnir að tæma garðinn rusli eftir sig á meðan ég sit og pikka. Stundum er óléttuafsökunin alveg svakalega þægileg ;)
Nú tekur við eftirvinna í garðinum, enda af nægu að taka. Laufið liggur enn eins og dúnsæng yfir beðunum, sem eru vel varin frosti, en það er kannski kominn tími til að raka það saman og skutla á haugana, svo vorlaukarnir nái að laða að sér fyrstu sólargeisla vorsins.
mánudagur, mars 17, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
HÆ hæ elskurnar.
Bara að láta vita af kíkkinu, yndisleg myndin sem Bríet teiknaði, algjör draumur.
Hafið það gott elskurnar mínar.
kveðja Sigfríð ömmusystir
Flott mynd hjá Bríet. Aron heldur því líka fram að hann fái litla systur og ef hann er spurður ef þetta er strákur hvað þá. Þá segir minn en mig langar bara í systur en ef það er strákur þá verður bara að hafa það.
Gangi ykkur vel með allt. Langar reyndar að fara að kíkja í H&M bráðum veit bara ekki hvað verður með það. Komin með leið á leppunum sem eru til, farin að finnast þeir alltaf vera í því sama :D
Kossar og knúsar
Rimagengið
Jamm vá garðurinn ykkar hefur stækkað rosalega við að tréið fór hahaha....
Bara flott, enn nú er búið að vera kalt hérna hjá okkur á næturnar svo það er fínt að laufin verji beðin ;) vorlaukarnir koma svo upp ;)
Love ya.
Skrifa ummæli