sunnudagur, mars 02, 2008

Letsano

Jæts, hvað við erum löt hérna á heimilinu núna. Liggjum hvert í sínu horni með hvert sitt afþreyingarefni, sjónvarp, bók, tölvu og dvd-spilara. Huggó er það! Reyndar er stefnan tekin á leikfimisýningu seinna í dag, er prinsessan á heimilinu tekur í fyrsta sinn þátt í slíkri sýningu. Spennó, spennó!

Annars erum við búin að njóta nærveru Ingu Birnu vinkonu síðan á fimmtudaginn, svo það er búið að vera ansi notó hérna hjá okkur. Ég hitti hana í Köben og við skelltum okkur til Boggu til að fá borgina í æð. Við fengum hana vægast sagt í æð! Eftir hringsólun eftir krak-korti og -leiðbeiningum í alltof langan tíma, í leit að heimili Boggu á Østerbro, gáfumst við Inga Birna upp og hringdum í skvísu sem leiðbeindi okkur símleiðis. Vá, hvað mig langar í GPS! Svo hugguðum við okkur saman, óléttu kerlingarnar, og nutum góðs matar á matsölustað sem mig minnir að heiti Luna eða eitthvað svoleiðis. Heimkoma var seint um kvöldið eftir þriggja kortéra bíltúr út úr Köben. Það kynnti enn meir undir áhuga mínum á þessu litla tæki sem maður setur á mælaborðið og skipar manni að beygja hingað og þangað!
Föstudagurinn var líka rosa kósý, frameftirsof, dund, búðarráp og kaffihúsaseta. Um kvöldið kíktu svo Bogga og Martin í heimsókn, þar sem við skvísurnar tókum piltana í xxxxgatið í íslensku Trivjal Persjút. Martin stóð sig eins og hetja í því að svara spurningum um íslensk öræfi og látna forseta þjóðar vorrar. Spilið fór fram á ísl-ensku. Bogga kláraði þýðingu spurninganna þrusuvel! Þýddi þær jafnóðum og þær voru lesnar. Snilld alveg!
Á laugardaginn var svo haldið í stelpuferð í Rose, þar sem prinsessan á heimilinu fékk að fljóta með. Karlpeningurinn var heima að reyna að finna út úr þvottavélinni sem eitthvað virðist vera að gefa sig :S Vonandi að það vandamál leysist sem fyrst.
Ég verð nú að segja að ég hef oft séð vinkonu mína meir hlaðna H&M pokum en raunin varð í þessari heimsókn. Einn poki á dag getur varla talist til afreka. Það versta er kannski að það var líka einn poki á dag hjá mér! Hihihi... Hey! Maður verður að fá að vera með! Ekki satt?

Drykkur helgarinnar: Schweppes Lemon.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ - það er alltaf nóg um að vera hjá ykkur - þú ert greinilega ekkert að láta óléttuna hamla þér um of :o) Ég fæ afbrýðissemissting í magann að heyra um verslunarferð í HM - vildi ég væri þar frekar en hér! Þá væri það sko ekki bara einn poki í einu ;o)

Knús til allra,

Lísa og co