Það styttist hratt í annan enda meðgöngunnar. Gemlingarnir eru að verða svolítið spenntir yfir þessu öllu saman og leika lítil börn í tíma og ótíma. Væla, grenja og emja. Skilja svo ekkert sem við þau er sagt og hlýða engu. Er það ekki svona sem ungabörn láta?
Annars áttum við ljúfa páskahelgi, þar sem mikið var étið og legið í leti. Fórum í bústað á vesturströnd Jótlands með ættingjunum í Esbjerg. Börnin nutu í sín í botn þar sem spilað var á spil, bílum ekið um bílabrautir, prílað upp og niður af loftinu sem yfir bústaðnum var og síðast en ekki síst var farið í spa-baðið! Þvílík seremonía sem það þó var, vatn látið renna í, svo tók við upphitun í einhverja klukkutíma, tilætluðum klórtöflum skellt í, einni fyrir hvern rass sem í baðið fór, auk þess sem aftur þurfti að skella töflum á eftir hverjum rassi sem í baðið fór. Það er greinilegt að hreinlætið í baðinu er meira í ætt við hreinlætið á klósettum Þjóðverjanna en Danans!
Eftir eins mikla átveislu og við nutum um helgina var kominn tími til að drífa skýrsluskrif af. Ja, drífa af og drífa af... Í það minnsta reyna að koma sér eitthvað áleiðis með herlegheitin. Ég er að verða búin með þá fyrri, en á þá seinni alveg eftir. En ég er superhelt, eins og sonur minn segir, svo ég rúlla þessu upp! Þetta er bara spurning um að setjast niður og láta eins og internetið finnist ekki, og hvað þá msn. Símakjaftæði verður líka að bíða betri tíma. Talandi um það... best að drífa sig að verki... og njóta síðustu vikunnar á þrítugsaldri... ;)
þriðjudagur, mars 25, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Obbobobb ertu að komast á fertugsaldurinn Addý? Ég sem hélt að þú værir MIKLU yngri en ég :)
Vertu dugleg við skriftirnar, sjáumst líklega næstu helgi.
Kv. Ágústa
Já, litaða hárið og barnalega málnotkunin platar marga ;)
Skrifa ummæli