Þar sem frúin er búin að vera ansi upptekin síðustu daga kemur þessi svolítið seint:
ELSKU BESTA AMMA MÍN, TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ÞANN 5.!
Matarboð, gestir, gruppearbejde og rok er eitthvað sem einkennir þessa vikuna. Að ógleymdum enn fleiri afmælisgjöfum! Ég veit hreinlega ekki hvað gengur að fólki, en ég þakka kærlega fyrir mig! Þrátt fyrir kvabb og kvein er aldrei leiðinlegt að fá afmælisgjafir. Helgi minn fór einmitt í vikunni og keypti geislaspilarann fyrir mig í græjurnar svo nú er hægt að tjútta almennilega við heimilisstörfin. Lundin verður eitthvað svo létt þegar maður getur sungið og dansað við ryksuguna.
Vorið er loksins farið að gera aðeins vart við sig þó það eigi nú samt erfitt með að koma alveg úr felum. Veðrið í gær minnti t.a.m. svolítið á íslenskt útileguveður, sól, rok og hvorki kalt né hlýtt. Í dag er hins vegar dumbungi yfir öllu svo garðyrkjustörf verða að bíða betri tíma.
Það er ekki laust við það að prófkvíði sé farinn að plaga dömuna. Að minnsta kosti hafa tvær nætur í þessari viku farið í draumfarleg kvíðaköst (flott nýyrði, ekki satt?). Fyrra skiptið dreymdi mig að ég væri á leiðinni í próf til ákveðins kennara í HÍ, sá er m.a. kenndur við setningarfræði og íslenskt nútímamál (þeir vita sem til þekkja). Það vildi nú ekki betur til en svo að ég varð of sein í prófið og til að bæta gráu ofan á svart þá gleymdi ég þeim gögnum sem nota mátti í prófinu heima. Það gekk allt á afturfótunum. Boðar ekki gott. Ætli málið sé ekki bara að rífa sig upp af rassgatinu og hefja lestur.
Ég er gersamlega andlaus, en skrifa bara til að skrifa. Vona að það gerist ekki aftur í bráð.
Súkkulaðitilvitnun fær að fylgja:
"Jeg kan godt lide chokolade gaver, men jeg vil allerhelst have noget, du selv har lavet - som penge du har tjent."
Góða helgi, gott fólk!
laugardagur, apríl 08, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Prófkvíði... skil þig mjög vel! Þú átt þjáningarsystur hér hinumegin Atlandshafsins! Skrítnar draumfarir... já þær þekkjast hér líka...
Ástæðan er einmitt sú að nú vorar og hvað fylgir vorinu annað en próf og verkefnaskil...
Annars er vorið fallegur tími. Sólin byrjar að verma kroppa, gróðurinn tekur við sér og við uppskerum því sem við höfum sáð :)
Gangi þér vel Addý!
Kveðja Sofia
Er draumurinn ekki bara fyrir góðu gengi í prófunum núna ;)
ég hugsa það allavega
love ya
ad dreyma j.g.j. bodar bara a gott en ef madurinn var e.r. gaeti verid madkur i mysunni...hehe nei nei proftarnir hafa akvedin sjarma yfir ser sem ritgerdarskrif eru hinsvegar alveg laus vid
Já, maður klárar allavega prófin, en maður er einhvern veginn aldrei búinn með ritgerðirnar!
Skrifa ummæli