Ég vil byrja á því að óska þeim Hönnu Láru og Ingibjörgu til hamingju með daginn! Vonandi dekstra karlarnir og krakkarnir við ykkur í tilefni dagsins.
Að öðrum málum.
Við hjónin höfum aldrei verið neitt sérstkalega þekkt fyrir það að vera tæknivædd. Höfum t.a.m. ekkert vit á tölvum, sörrándsýstemum eða öðru slíku. Í gær náðum við þó botninum í þessari ónútímavæðingu okkar. Ég rölti mér yfir til varmameisarans, sem er húsvörðurinn okkar, og fékk hann til að kíkja á ljósið í ganginum hjá okkur, sem ekki hafði virkað síðustu tvo-þrjá mánuðina (við erum svo afskaplega framkvæmdaglöð!). Við höfðum reynt allt, skipt um peru, skipt um ljós, tengt allt aftur og ég veit ekki hvað og hvað. Þegar klukkan er rúmlega hádegi er bankað á dyrnar. Fyrir utan stendur sjálfur viðgerðarmaðurinn. Snillingurinn klifrar upp á stól (sem hefði þurft að vera svona 50 cm. hærri svo vinnuaðstaðan yrði góðkennd), opnar rafmagnsboxið og byrjar að fikta. Jú, allt í lagi með allt hérna. Tengir ljósið aftur. Prófaðu að kveikja. Já. Ég geri það. Ekkert ljós. Gæinn fiktar aðeins í sjálfri perunni. Prófaðu núna. Já. Ég geri það. Og þá varð ljós! Perunni hafði ekki verið skrúfað nægilega langt inn í statífið sem hún er fest í! Vá, hvað mér leið illa. Ég sá hvernig maðurinn glotti og átti í mesta basli með að halda niðri í sér hlátrinum, ekki álsa ég honum fyrir það! Frekar neyðarlegt allt saman. Ég vil meina að þetta sé allt Helga sök. Hann ólst jú upp við ljósvél og á stöku stað olíulampa. Hann saknar heimahaganna og reyndi að ná upp sömu stemningu hér. Ég held ekki að það hafi tekist, því miður.
Jæja, það var nú bara þetta í þetta skiptið. Hlæið bara að okkur og kvittið svo!
Súkkulaðitilvitnun:
"Hvordan kan en æske chokolade på 1 kg. få en kvinde til at tage 3 kg. på?"
laugardagur, apríl 22, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahahhahahahahahahahahahahahahhaog aftur haha
hahahahah snild....
kv
Hronnslan
Skrifa ummæli