Vá! Ég þakka allar afmæliskveðjurnar sem ég hef fengið. Hvort sem þær bárust í gegnum internetið, með sms-i, msn-i, símtali eða með fólki sem flutti mér þær í eigin persónu! Takk, takk, takk! Alltaf gaman þegar fólk man eftir mér. Sjálf er ég ekki sú allra sterkasta á sviði afmælisdagaminnis, svo ég get ekki farið fram á það að fólk muni eftir mér (kannski síðasta færsla hafi hjálpað ;D).
Sjálfur afmælisdagurinn var ansi fínn. Við fengum nokkra gesti hingað til okkar í kaffi, þau Tinnu og Emelíu Ögn (Daddi var lasinn, greyið), Rósa, Palli og grislingarnir tveir mættu líka ásamt Heiðu og hennar börnum. Svo það var ansi fjörugt hérna. Þó óþarfinn sé algjör, fékk ég fullt af gjöfum í tilefni dagsins. Mjólkurkar og sykurkar í stíl við tekönnuna mína frá Evu Solo (held reyndar að merkið heiti Solo og hönnuðurinn Eva, eða eitthvað svoleiðis), rosa flott varagloss og augnskugga og þessa líka frábæru bók um súkkulaði (greinilegt að það þarf ekki að þekkja mig lengi til að kynnast mér vel ;)) og blóm, að ógleymdum alltof háum peningaupphæðum inn á bankareikninginn minn, sem fara að sjálfsögðu beint í Tivoli-geislaspilarann. Þúsund þakkir fyrir mig!
Á laugardagskvöldið héldum við hjónin í afmæli til þriggja skvísa hérna í Óðinsvéum, þeirra Ellu, Hillu og Ragnhildar, sem voru svo yndælar að troða mér í saumaklúbbinn sinn. Þar var tjúttað fram á miðja nótt, með gítarspili og fleiru tilheyrandi (og alltof góðri bollu :I). Sunnudagurinn var hins vegar ekki eins góður, enda er það sjálfskaparvíti að fá sér í glas, svo mér er engin vorkunn.
Jæja, ég vildi bara þakka fyrir mig!
Læt hérna fylgja eina tilvitnun úr bókinni góðu um súkkulaðiunnendur, hún er reyndar á dönsku svo það er bara um að gera að dusta rykið af menntaskóladönskunni og reyna að skilja þetta.
"Jeg ville opgive chokolade - men jeg er ikke typen, der giver op."
Megi þið eiga góðan dag.
þriðjudagur, apríl 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gott komment. Hver passaði börnin meðan foreldrarnir sukkuðu....eru þið með danska barnapíu. Bara smá forvitni.
Nei. Við erum svo heppin að hafa kynnst yndislegu fólki hérna, þeim Palla og Rósu (hann er einmitt Ólsari). Þau pössuðu fyrir okkur. Bæði edrú og með bílpróf ;)
Frábært að hafa svo góða granna
kv. Lilja
Skrifa ummæli