föstudagur, apríl 28, 2006

Kúkur í baði

Hvað er ógeðslegra en kúkur í baði?
Í þau tvö skipti sem börnin hafa verið böðuð í þessari viku hefur fundist kúkur í baðinu! Ojojoj... eins og Hallgrímur Ormur hefði orðað það. Fyrst féll það í hlut dömunnar að verða brátt í brók, þó engin væri, og í gær var það svo sveinninn sjálfur sem losaði sig við óþægindin. Ég brást hin versta við og reif börnin upp úr þessum annars "stóra" bala, sem er baðið þeirra systkina. Helgi átti hins vegar í mesta basli með að halda í sér hlátrinum, varð rauður og fjólublár í framan og tárin trítluðu niður kinnarnar. Maður sem ekki einu sinni gat grenjað þegar börnin fæddust! Að sjálfsögðu fengu börnin sturtuferð með pabba eftir ólukkuna, þeim til mikillar óánægju. Hláturinn og skemmtunin yfir úrgangnum varð því fljótt að gráti í sturtu með pabba. Börnin, sem annars sjaldan eru þvegin með sápu, nema á allra helgustu stöðunum, fengu því ærlegan jólaþvott fyrir háttatímann bæði skiptin sem óvinurinn birtist í baðinu.

Súkkulaðitilvitnun (veit hreint ekki hvort hún á við í þetta skiptið, en læt hana vaða):
"Nogle breder glæde ud i verden, chokolade narkomaner breder sig bare."

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahahahahahahhahahhahah
og hahahahahahaahhahaha
kv
Hronnsla

Nafnlaus sagði...

Hæhæ Ingibjörg hér! Siggu Jónu líður einn best að leika sér á gólfinu og það á bossanum þá hefur oftar en einu sinni læðst einn kúkur á meðan leik stendur og þá er allt sótthreinsað, dót, teppi, leikföng, barn og gólf þannig að ég skil þig vel og þótt þetta sé eðlilegur hlutur þá stendur manni ekki á sama og vill þrífa allt frá toppi til táar

Nafnlaus sagði...

Er þetta ekki bara ósköp eðlilegt að einn og einn læðist svona út... Annars skil ég Helga vel,ég hefði líka sprungið.
kv. Lilja

Nafnlaus sagði...

Ojojojoj......
Ég hef upplifað það að vera í sundi með Ögnina þegar allt í einu flaut einn vænn í lauginni.... Ég varð frekar skömmustuleg þegar ég uppgötvaði að það kom frá minni!! Trítlaði blóðrauð í framan og fann sundlaugavörðinn...sem var btw. brámyndarlegur ungur maður...en hann bara brosti sínu breiðasta og ég held hann hafi hlegið inni í sér..og sagðist myndu redda málunum!

Við vorum fljótar að láta okkur hverfa mæðgurnar þegar fólk var rekið upp úr og einhver stelpa mætti í stígvélum upp í klof með svaka sótthreinsigræjur....

Já það var frekar pínlegt....eftir þetta hef ég ekki farið í sund með skvísuna án sundbleyju!!!

Kúkurinn í lauginni....!
hilsen Tinna

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHAHAHAHA. þetta hefur sko komið fyrir á þessu heimili líka

Nafnlaus sagði...

Mig minnir nú að þetta hafi skeð hjá sumum hahaha. Love mamma