fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Það er margt í mörgu í maganum á henni Ingibjörgu!

Það er nú varla hægt annað en að vera pínku uppi með sér hvað það eru margir sem nenna að leggja leið sína hingað á síðuna til mín! Heilir 55 á tveimur sólarhringum, það er nokkuð betra en ég bjóst við miðað við kvitteríið... uhummmm! Hihihi
Annars er allt fínt að frétta héðan, allir við hestaheislu, enda blíðviðrið hér! Enginn snjór, ekkert rok, enginn kuldi! Ummm... ég var einmitt að koma heim úr þessum fína göngutúr með henni Ragnhildi, við þrömmuðum um götur Hjallese og spjölluðum um brýn málefni, takk fyrir það mín kæra! Eftir svona hressandi göngu er fátt betra en að koma heim, hlamma sér fyrir framan tölvuna og pikka inn nokkrar línur til ykkar, kæru vinir :)
Næstu vikur verða þó öllu hressilegri en þær sem á undan eru gengnar. Við hjónin erum búin að sanka að okkur hinum ýmsu efnum sem nothæf eru í baðherbergisuppbyggingu, baðinnréttingu, klósetti, sturtuhurðum, flísum og einhverju fleiru. Næst á dagskrá eru framkvæmdir! Mikið hlakka ég til þegar þetta verður allt komið í stand. Enn meira tilhlökkunarefni er þó að hann Bergur bró og kærastan hans, hún Rebekka, ætla að kíkja á okkur hingað fyrir jólin. Það verður heldur betur stuð. Ég get varla beðið eftir því að fá að berja þessa margumtöluðu skvísu augum. Það er óþolandi að hafa ekkert andlit að tengja nafnið við!
Nóg í bili,
farin að borða...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sko ykkur, vinnusemin alveg að gera sig, verð á fullu að hjálpa ykkur í huganum :-) Vildi bara kvitta fyrir mig og sendi eitt svona knús í leiðinni bara líka.

Hilsen

Biskupsfrúin

Nafnlaus sagði...

Hummm er pínu forvitin á hausinn hjá þér mín kæra ??? maganum á hvaða ingibjörgu ;)
Og gaman að því að hann Bergur og Rebekka skuli vera að koma til ykkar, það verður örugglega rosalega gaman hjá ykkur;)

Hilsen frá kuldafróninu...