mánudagur, nóvember 20, 2006

Próftörn framundan

Ohhh... ég fékk próftöfluna í dag. Hún lítur ekkert sérlega vel út. Fyrsta prófið er 20. des. kl. 08:00 sem þýðir að ég þarf að mæta í skólann klukkan 7:45 og þar af leiðandi vakna hálfsex eða þar um bil til að ná að skvera krökkunum fram úr bólunum, skella einhverju ætu í kroppinn þeirra og smella á þeim lörfum, eða þeim í larfana, allt eftir hvernig á það er litið. Síðasta prófið er svo þann 18. janúar, það er meira að segja nokkuð erfitt, taugafræðipróf. Svo jólin eru formlega rokin út í veður og vind. Þökk sé fjölskylduvæna vinnustaðnum hans Helga að börnin þurfa ekki að vera á vergangi milli jóla og nýjárs. Karlinn verður heima að gæta bús og barna á meðan ég verð lokuð inni á dimmu bókasafni háskólans. Ohhh... jeg glæder mig helvildt! Mikið verður samt rosalega notalegt að leggjast með tærnar upp í loft og horfa á imbann í að meðaltali 4-5 tíma á dag þegar próftörninni er lokið, þeas ef ég gerist svo góð að standast blessuð prófin!

Engin ummæli: