mánudagur, nóvember 13, 2006
Fótbolti, fótbolti!
Jahá... Ég efast ekki um það stundarkorn núna að við hjónin höfum flutt til draumlandsins, í það minnst hvað fótbolta varðar. Í þessum pikkuðu orðum er stillt á TV2 þar sem fram fer val á besta fótboltamanni Danmerkur fyrr og síðar. Reyndar hafa þeir úr miklu að moða hér í DK, Gravesen, Tómasson (sem NB er íslenskur), Schmeichel (sem reyndar er pólskur), Laudrupbræður og fleiri og fleiri. Við þyrftum að láta okkur nægja Ásgeir Sigurvinsson, Eið Smára Guðjónsen og Albert Guðmundsson. Svo fyrir ekta fótboltaáhugamann, eins og minn elskulega eiginmann, er Danmörk paradís á jörðu! Reyndar líka fyrir íslenska námsmenn, en það er svo allt önnur saga ;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli