mánudagur, nóvember 06, 2006

Græðgi eða sniðugheit?

Ég er að spá í að fara í aðgerðir. Gera hugmynd Gillíjar að minni og kynna Albani jólaölinn fyrir íslensku þjóðinni, gott ef hinar afurðir þessa líka ágæta bjórframleiðanda fylgi ekki í kjölfarið. Síðan ætla ég að opna KFC-stað hérna í Óðinsvéum og grípa hugmyndina frá Ingu Birnu og hafa leik"hornið" í miðjunni, svo foreldrarnir geti nú borðað matinn sinn í friði án þess að hafa áhyggjur af grislingunum á meðan þeir hlaupa um og hoppa. Hljómar eins og frábær staður fyrir fjölskyldufólk, ekki satt? Kannski ég fái Ingu Birnu með mér í þetta, þá getur Helgi Þór látið draum sinn rætast og flutt hingað út!
Fleiri tillögur varðandi gróðrastarfssemi eru vel þegnar!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

JÁÁÁÁ...Ég styð heilshugar tillöguna að KFC Í Odense...ég og mín fjölskylda verðum fastagestir! ;o)
KV.Tinna

Nafnlaus sagði...

Þetta eru frábærar hugmyndir Íslendingar í Danmörku að meika það...hljómar kunnuglega...láta svo bara verða af þessu Addý...áfram stelpa