föstudagur, nóvember 03, 2006

J-dagur!

Föstudagur, enn og aftur! Það segir manni bara það að það styttist óðum í prófin svo það væri kannski ágætis hugmynd að taka plastið utan af bókunum. Uhummm...
Þetta er þó enginn venjulegur föstudagur því þetta er hinn frægi J-dagur! Jamm, í kvöld klukkan 20:59 hefst sala á jólabjórnum hér í DK. Þá streymir fólk út á skemmtistaðina til að renna hinum ljúfa drykk niður. Við hjónin sögðum reyndar skilið við Tuborg jólaölinn í fyrra og tókum upp betri siði með drykkju Albani jólaölsins. Ummm... sá er góður, enda framleiddur hér í borg. Hann fæst meira að segja í tveimur útgáfum, ljósri sem kallast Blålys og dökkri sem kallast Rødhætte. Hún Rauðhetta smakkast sérdeilis vel, skal ég segja ykkur, og það er synd að hún skuli ekki fást heima á Fróni. Ég legg því til að allir mínir vinir og vandamenn taki sig saman og skjótist hingað út í smá ölsmökkun!
Megið þið eiga góða helgi!
Það ætla ég að gera!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sömuleiðis góða helgi og góðan j dag. Fer ekki að koma tíma á okkur og aðrar skvísur að kýkja á mannlífi Odense borgar í mirkri?;)

Nafnlaus sagði...

Vá hvað það væri gaman að koma og smakka rauðhettu ;) flott nafn ;)

Og góða helgi elsku fallega flotta fjölskylda .... Sakna ykkar rosalega mikið.