mánudagur, nóvember 13, 2006

Laudrup, til hamingju!

Bara svona til að leyfa ykkur fylgjast með þá hlaut hinn danski Michael Laudrup hinn umdeilda titil "Danmarks bedste fodboldspiller" og skaut þar með erlendum framapoturum, eins og Peter Schmeichel og Jon Dahl Tomasson ref fyrir rass. Það verður því án efa stuð í jólaboðunum í ár í Laudrupfjölskyldunni, þar sem bræðurnir Michael og Brian voru báðir tilnefndir. Sá síðarnefndi er án efa nokkuð svekktur yfir því að hafa ekki sjálfur unnið sigur í þessari keppni. Spurning hvort Mikki gefi brósa sínum eftirlíkingu af verðlaunagripnum í jólagjöf, bara svona til að smella á arinhilluna sína!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skilaboð til Helga...Laudrup...voru þeir ekki upp á sitt besta á síðustu öld