föstudagur, mars 14, 2008

Fjölskylda upp á fimm


Dóttir mín teiknaði þessa fínu fjölskyldumynd um daginn. Eins og glöggir netverjar taka kannski eftir eru fimm á myndinni, ekki fjórir, eins og fjölskyldan telur í dag. Það styttist jú óðum í komu nýja erfingjans, sem lætur vel fyrir sér finna í belgnum á móðurinni. Ef vel er í rýnt, sést ennfremur að heimasætan er nokkuð viss um að um stúlku sé að ræða, enda barnið klætt í kjól! Þegar foreldrarnir svo spurðu hvaða nafni prinsessunni fyndist við hæfi að skíra barnið stóð ekki á svari: Josefine! Já, það er ýmislegt sem gerist í kollinum á þeim yngstu!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dásamleg fjölskyldumynd. Það sést að hún spáir líka í erfðir því að feðgarnir hafa eins hár og mæðgurnar þrjár líka. Snillingur þessi stelpa - Bríet Huld, Elí Berg og Josefine Helgabörn. Fallegur hópur! Er þetta háir hælar sem ég sé á skónum?

Kveðja, Milla

Addý Guðjóns sagði...

Að sjálfsögðu eru þetta háir hælar og ef vel er að gáð, sést líka svolítill varalitur á dömunum ;) Allt undir áhrifum frá Bratz-dúkkunum, blessuðum ;)

Ágústa sagði...

Hahaha móðirin er líka afskaplega hávaxin á myndinni - það eru kannski háu hælarnir sem valda því :)

Nafnlaus sagði...

Jamm háir hælar, varalitur og allt sem prinsessum sæmir, ;) enda vantar ekki prinsessugenin hjá Bríet Huld helds hún hafi fengið öll prinsessu gen frá allri stórfjölskyldunni hahahahaha......

Tekur það hundrað falt ;)

Æðisleg mynd og mikið hlakkar mig orðið til að fá litla erfingjann ykkar í heimin, bíð sko spennt ;)
Elska ykkur ofur mikið fallega fjölskylda ;)
Knúsar og kram frá Seden Syd