fimmtudagur, mars 06, 2008

Þjóðhátíð á bænum!

Jahú og jibbíjei!
Þvottavélin er komin í lag! Svo nú er að hefjast handa við Mount Þvott sem án efa er orðið hærra en blessað Himmelbjerget. Tæp vika án þvottavélar er ekki draumur hverrar húsmóður, en þökk sé H&M að börnin hafa ekki verið leppalaus undanfarna daga. Alli kom, sá og sigraði í dag er hann smellti eins og tveimur nýjum kolum í mótorinn í vélinni, sem söng eins og engill eftir meðhöndlunina. Það hefði verið ansi súrt að þurfa að spandera í nýja þvottavél, nýbúin að kaupa nýjan ísskáp og bíl. Ég er nokkuð viss um að Carsten bankavinur okkar hjóna hefði þá hrist höfuðið.

Verkefni morgundagsins: þvottur, þvottur og meiri þvottur!

Adios amigos eða kannski bara adios mi amiga Ágústa! Miðað við kvitterí síðustu missera ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku Addý! Kíki af og til á síðuna þína en hef aldrei gengið svo langt að "kvitta" fyrir :) jæja þar hefurðu það! ég er þá einn af þessum sauðum sem þú talar um. Svo skemmtilegt að lesa bloggið þitt. Bið að heilsa fjölskyldunni.
kv. embla.

Ágústa sagði...

Já dyggi lesandinn er á sínum stað :) Var að ljúka við umsókn rétt í þessu, ætla að senda bréf til ykkar í leiðinni...svona til að sjá hvort umsóknin mín skili sér ekki á réttum tíma til Odense ;)
Á planinu í vikunni er að setja íbúðina á sölu og halda áfram að reyna að botna í þessum dönsku leigusíðum. Ef þið fréttið af einhverju bitastæðu þá látiði okkur vita.
Bestu kveðjur,
Ágústa