föstudagur, febrúar 03, 2006

Auglýsingabransinn

Við karlinn höfðum það gott eftir hádegi í dag. Við fórum í miðbæinn aðeins að stússast, settumst svo niður á kaffihúsi og fengum okkur smá snæðing, ég fékk mér rauðvínsglas með og hann lítinn öl. Ummm... ekki oft sem maður gerir þetta, barnlaus og fínn. Á kaffihúsinu varð ég að verða við kalli náttúrunnar og skrapp því á salernið, sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir einar að á salerninu var að finna auglýsingu sem vakti athygli mína, enda þakti hún alla hurðina fyrir framan skálina sjálfa. Þarna var verið að auglýsa p-pilluheimsendingu, sem kemur sér vel þegar maður stendur frammi fyrir því að hafa ekki munað eftir að leysa út lyfseðilinn þegar maður á að taka fyrstu pilluna á nýju spjaldi, sem er afskaplega hvimleitt. Nema hvað, nú er verið að bjóða upp á heimsendingarþjónustu með samráði við lækni svo það ætti að verða mun erfiðara að gleyma að leysa pilluna út. Það sem mér fannst skondið við auglýsinguna var að í textanum var eitthvað sagt á þá leið að nú þyrfti frökenin ekki að hafa áhyggjur af ótímabærri þungun og gæti með góðri samvisku haldið áfram að reyna við sæta barþjóninn. Mér fannst þetta frekar fyndið þar sem þetta var jú á kaffihúsi sem er bar um helgar. Reyndar eru Danir hreinir snillingar í auglýsingagerð. Þeir nota ýmislegt sem kannski er akkúrat á þessari örþunnu línu milli þess sem við á og grófleika, en þeir kunna það líka og fara vel. Í haust var t.a.m. verið að auglýsa hringitóna í síma. Auglýsingin sjálf var á þá leið að það var peyi að leika sér að buddu vinkonu sinnar þegar hann fær upp í sig hár og reynir að spýta því út úr sér sem leiðir til rapps á laglínunni í "Like a Virgin" með Madonnu. Frekar fyndið, pínku gróft en ekki sóðalegt. Þeir eru flottastir í auglýsingabransanum, held ég.

Annars er dagurinn í dag búinn að vera hreinn og klár átdagur. Ég byrjaði morguninn á því að fara í afmæliskaffi til hennar Heidi sem er með mér í skólanum. Reyndar var kaffið hjá Tinnu, en í boði Heidi. Þaðan fór ég á eftirhádegisfundinn með honum Helga mínum og þegar við vorum búin að sækja guttann okkar og ég búin að keyra þá feðga heim fórum við Bríet Huld og fengum okkur ís, ég keypti efni í pils og við versluðum í Bilka, mat og gos, að sjálfsögðu!

Megi þið eiga góða helgi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er búin að vera að reyna að setja inn komment á nýjasta bloggið en gengur ekki, mér ekki veittur aðgangur eða eitthvað svo ég prófaði að fara í bloggið fyrir neðan og þá er allt í lagi...skrítið. En ég vildi bara segja til hamingju Addý með árangurinn, svona mun þetta vera áfram hjá þér, stanslaus sigurganga.

Nafnlaus sagði...

mmmm en notalegt hjá ykkur tarna í DK. Haldidi áfram ad hafa tad gott.
Knús
Sigrún

Nafnlaus sagði...

Hellú beibs
mér finnst pilluauglýsingina alveg brill og við hérna á fróni ættum kannski að athuga að auglýsa pilluna svona og bjóða heimsendingu ;)

Enn ég er allavega komin í samband aftur við umheiminn og er mjög svo glöð með það, hlakka til að geta fylgst með ykkur fjölskyldunni aftur.....