laugardagur, febrúar 25, 2006

Landafræðileikur

Það er nú meira hvað það er margt sem skyndilega orðið mikilvægara en lestur námsbóka. Tengdafaðir minn sendi okkur hjónum ansi skemmtilegan leik um daginn, landafræðileik. Það kom berlega í ljós, það sem fyrir var svosem vitað, að ég "sökka" í landafræði, eins og maður segir á góðri íslensku.
Ég ætla að reyna að setja þetta einn, en lofa engu þar sem tölvusnilldin er mér ekki meðfædd.

Eitthvað gengur þetta illa þar sem þetta er power-point skjal, en ef einhver getur aðstoðað mig þá endilega láta vita!

Adios.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er landafræðileikurinn á tölvutæku formi? Ertu að reyna að setja slóðina inn eða... Langar mikið í svona leik.

Addý Guðjóns sagði...

Já, þetta er leikur á tölvutæku formi. Málið er að ég fékk þetta sent sem power-point skjal, svo ég hef engan link, bara skjalið. En vildi glöð setja þetta inn hjá mér.

Nafnlaus sagði...

Get því miður ekki hjálpað þér með það, einhver sem les þetta hlýtur að vera klárari en við á tölvur...vonandi

Nafnlaus sagði...

Veistu þetta er bara nokkuð skemmtilegur leikur, enn ég viðurkenni það reyndar líka að ég sökkaði big time í þessu ;)

Kannski bara í fjölskyldunni hehehe ;þ

Nafnlaus sagði...

Þú verður bara að senda mail á fólk sem vill prufa ;)

Nafnlaus sagði...

Þetta er snildarleikur hehee hey hon hvað er með power point..
Knús Hronnslan

Nafnlaus sagði...

Ég var ekki að gera neinar gloríur heldur í þessum blessaða leik en hann er snilldin ein. Var svo sem meðvituð um þessa óhæfileika mína í landafræði fyrir þennan leik en hann hjálpaði mér...ég er betri manneskja fyrir vikið :)

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir að senda leikinn hann er snilld við N. misstum okkur algjörlega yfir þessum leik - hann var líka tekinn upp í bollukaffi á þriðjudaginn þar sem allir söfnuðust saman við tölvuna og spreyttu sig (nörranörrasynir)
kvedja Sigrún

Nafnlaus sagði...

Addý, sendu mér þennan leik á ps@isl.is....takk