fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Áskorun

Þá fæ ég loksins að taka þátt í einhverjum af þessum leikjum sem eru í gangi hérna á netinu. Katla pjatla skoraði á mig.

4 störf sem ég hef unnið um ævina:
Afgreiðsla í kjötborði Nóatúns, ásamt öðru, í heil 8 ár og það fyrir tvítugt!
Skrifstofumaður á Fangelsismálastofnun Íslands.
Skrifstofumaður í Ferskum kjúklingum.
Aðstoðarmaður talmeinafræðinga á Grensásdeildinni í alltof stuttan tíma (varla hægt að telja með en geri það samt!).

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
Sense and sensebility.
Sound of Music.
Durty dansing.
Grease.

4 staðir sem ég hef búið á:
Vestmannaeyjar.
Breiðholt.
Mosfellsbær.
Garðabær.

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Friends.
Despireit hásvæfs.
The 70's show.
CSI.

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Hraunholt, nokkrum sinnum ;)
Svíþjóð.
Spánn.
Vestmannaeyjar.

4 síður sem ég skoða daglega (að undanskildum bloggsíðum):
SDU-síðan mín.
Heimasíða barnanna, að sjálfsögðu.
Mbl.is
Bt.dk

4 matarkyns sem ég held uppá:
Humar.
Kjúklingapasta.
Bláberjamarineruð kalkúnabringa a'la Helgi minn.
Grillað hvítlaukskryddað lambalæri.

4 bækur sem ég gríp oft í:
Dönsk-íslensk orðabók (nú um mundir í það minnsta) ásamt fleiri góðum orðabókum.
Skólabækur og mikið af þeim!
Barnabækur, á hverju kvöldi.
Biblíuna er gott að grípa í og lesa smá bút.

4 staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna:
Á sólarströnd með fjölskyldunni og með ískaldan Malibu í ananas.
Í Nýju Jórvík með karlinum.
Á Íslandi að dekra við öll litlu frændsystkinin "mín" og strjúka bumburnar á þeim verðandi.
Á ferðalagi um Suður-Ameríku.

4 drykkir sem ég elska:
Vatn.
Gott rauðvín og hvítvín.
Te.
Cafe Latte.

4 sem ég skora á að gera þetta:
Hrönn, Halla Rós, Gillí og Lísa skvísa.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hola..! ákvað bara að kasta léttri kveðju..! Semsagt er bara að láta vita að ég er virkur gestur síðunnar:)
Bið að heilsa.!