Þökk sé internetinu get ég fylgst með hinni alíslensku íþrótt, Evróvisjón, héðan frá DK. Ég hlustaði á lögin um daginn og verð að viðurkenna að skoðanir mínar eru á öndverðu meiði við skoðanir flestra á aldrinum 15 til 30! Mér finnst Silvía Nótt HRÆÐILEG! Við yrðum fyrst að athlægi ef við sendum hana til keppni. Þrátt fyrir að aðrar þjóðir hafa komist upp með að senda fáránleg atriði í keppnina, er ekki þar með sagt að við verðum að apa það upp eftir þeim. Keppnin hefur verið á niðurleið í nokkur ár núna, sökum fáránleika og klæðaskorts. Hvað með að taka BESTA lagið í staðinn fyrir FÁRÁNLEGASTA lagið? Það hefði verið í lagi að senda Botnleðju á sínum tíma, enda eru þeir tónlistarmenn og vita nokkurn veginn hvað þeir eru að gera. Silvía Nótt er hlutverk leikkonu og á ekki við í þessari keppni, að mínu mati. Lagið sem Regína söng var yfirburðalag, enda frekar íslenskt eitthvað, ekki þessi samansetta Evróvísjónklisja eins og lagið sem Birgitta syngur. Það er ekkert skárra en lagið sem Silvía Nótt flytur. Hvenær höfum við svosem komist langt á því að flytja lag sem við HÖLDUM að sé einmitt Evróvísjónlagið? Jú, jú, kannski komumst við langt á lagi í flutningi Silvíu Nætur, mér þykir það bara ekki keppninni sjálfri til framdráttar ef þetta er orðin furðufatakeppni.
Jæja, þá er það komið á framfæri.
Áfram Regína!
laugardagur, febrúar 11, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
Ég er sammála og ekki sammála. Ef við viljum vinna þá sendum við atriði sem tekið er eftir, keppnin hefur þróast þannig að sjóið er sífellt mikilvægari þáttur, hins vegar yrði erfitt að koma Silvíu Nóttar persónunni til skila til Evrópubúa svo þannig séð gengur dæmið ekki upp en samt væri gaman að prófa. Regína er líka góður kostur enda öflugasta lagið. En ég verð í Aberdeen og mun ekki hafa nein áhrif á þetta og lesa um sigurvegarann á mbl.is. Silvía er samt fyndin og lagið eina lagið sem ég gat raulað strax eftir kvöldið.
Sá að Danir hefðu kostið twist lag sem þeirra framlag. Sástu keppnina hjá þeim.
no comment :p
Sko Addý mín, Regína er bara orðin þreytt og þessi Eurovision keppni er orðin þreytt!!! Öll lögin voru gjörsamlega glötuð og ég hélt að eg myndi gubba yfir þessu!!! Þar til að þetta framlag kom! Þetta er húmor og a bara að vera það, og það er gaman að þessu!!! Í fyrra komumst við ekki einu sinni upp úr forkeppninni og við gerum það heldur ekki ef að við sendum Regínu!!! Um að gera að breyta til og sýna að við höfum húmor fyrir sjálfum okkur, þar að auki er þetta alls ekki slæmt lag og ef að það verður rétt enskað á það alveg möguleika!!!
Þannig að eg segi bara GO Silvía!!!! og hana nú...
Sammála síðasta ræðumanni, lögin voru á gubbustiginu hjá mér líka.
Kannski er þetta rétt hjá ykkur Gillí og Guðrún. Þessari keppni vantar kannski orðið allan kraft, ef svo má segja. Við töpum trúlega engu á því að senda Silvíu Nótt og trúlega gaman að prófa eitthvað nýtt, en ég fer ekki ofan af því að hún er hræðileg. Ég er bara svona gamaldags ;)
hvaða hvaða, ekkert svona gubbutal, þetta er nú ekki svona slæmt!! Það þarf nú kannski að gefa lögunum séns og hlusta á þau oftar en einu sinni! Ég er sammála þér að Regína er með mjög gott lag og á skilið að fara en mér finnst Sylvía líka flott og með skemmtilegt atriði. Ég er sátt svo lengi sem önnur hvor þeirra fer :o)
Gaman að þessum júróumræðum - meira svona ;o)
En máliði er bara að það þarf lag sem að grípur þig strax... ef að lagið verður gott með tímanum græðum við ekkert á því... við sendum Selmu í orange náttkjól í fyrra... Pál Óskar í latexi.. þannig að síðast er við sendum Siggu Ben í pilsi enduðum víð í 4 sæti... nú er hún í kjól eða pilsi og bleikum sokkab... þannig að gó go Silvía...
Kv
Hronnsla
En ó mæ...hefurðu heyrt danska framlagið? Not my cup of tea.. hehe
hils Tinna
Ég segi bara Hey þú ógeðslega töff ég er að tala við þig.... svo verður þú að læra textan ef þú ætlar einhvern tíman að geta komið aftur á klakan ;)
go Silvía
hvað er með þessa dani setja allir út á Silvíu líka Kolding búarnir.
My vote goes to Silvia Night
kv. Inga Birna Night
Mér sýnist ég hafa skitið alveg upp á bak með þessari umræðu um Silvíu Nótt. Það er trúlega með hana eins og aðra góða brandara, maður verður að vera á staðnum til að skilja þá! ;)
Skrifa ummæli