föstudagur, febrúar 24, 2006

Vörugallar

Þá er það ljóst, ég er stórgölluð vara! Það er bara tímaspursmál hvenær Helgi skilar mér til föðurhúsanna. Þegar hann "tók við mér" drakk ég kaffi í miklu magni, þambaði bjórinn af krafti og fylgdist meira að segja svolítið með fótbolta. Í dag hefur hausverkur komið í veg fyrir kaffidrykkju, gómfyllubólga aftrað bjórþambi og allir fótboltaguttarnir sem ég þekki nöfnin á eru komnir á ellilaun, nema að sjálfsögðu David Beckham, sem ég hef aldrei haldið neitt sérstaklega upp á, hann er alltof metrosexual, eða hvað það nú heitir aftur. Ég get ekki heillast af manni sem ber bæði meira og töluvert dýrara glingur en ég! Reyndar hefur Helgi minn aðeins verið að minna mig á þessa áðurnefndu "kosti" mína, enda fylgist hann með boltasparki, sötrar ölinn og kaffið rennur í stríðum straumum ofan í hann. Ég er sem sagt ekki sú sama og hann kynntist og giftist. Ástæðuna fyrir breytingunum á mér og minni líkamsstarfssemi má samt í raun rekja beint til sjálfs eiginmanns míns! Því breytinganna varð fyrst vart eftir að ég hafði gengið með börnin tvö. Ég vil segja þetta ansi góð skipti, börn í staðinn fyrir kaffi og bjór! Enn hef ég þó te og léttvín. Ætli þetta sé ekki bara þroskamerki, te er eitthvað svo dannaðra en kaffi, allar fínu frúrnar drekka te, og er bjór ekki bara fyrir láglaunastéttir? ;) Hehe...
Góða helgi félagar!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þroska er ekki hægt að kalla galla nema óþroski sé.

Nafnlaus sagði...

Þetta átti að vera svona..

þroski er ekki galli nema óþroski sé

Guðrún sagði...

vá hvað ég hlýt að vera óþroskuð því ég þamba bjórinn ennþá eins og mér sé borgað fyrir það og efast um að mér eigi eftir að finnast hann vondur jafnvel eftir að ég eignast mín börn (ef ég verð svo heppin)!!! en annað verður sagt með magnið því ég býst fastlega við því að þau skiptin sem bjórinn verði teigaður eftir barneignir verði mun færri!!! ;-)