miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Dagmömmur

Ég dáist að dagmömmum. Sérstaklega dagmömmunni hans Elís Bergs. Það er alltaf hreint og fínt hjá henni, hver hlutur á réttum stað og ekkert ryk á gólfinu. Hún er með fjögur börn allan daginn í gæslu og á sjálf þrjú og einn karl! Ég skil þetta ekki. Ég á bara tvö börn og einn karl (sem hreyfir sig nú reyndar hérna heima og hjálpar til við ýmis heimilisstörf) og mér er það gersamlega ómögulegt að halda öllu í röð og reglu. Reyni eins og ég get, en það er erfitt þegar maður er ekki heima nema brot úr degi og þá eru börnin að sjálfsögðu líka heima. Þess vegna eru miðviku- og föstudagarnir góðir, því þá er engin kennsla. Þá þeytist kerla um íbúðina til að setja dúkkur, bíla og bolta inn í herbergið og raða bókunum í hillurnar, býr um (það gerist ekki hina morgnana sökum anna við umhirðu barna) og sest niður við tölvuna í svona eins og hálftíma (matartíminn) og sest svo við lestur. Yndislegt alveg.
Það er annað sem ég skil ekki. Mér er það ómögulegt að finna út úr því hvernig dagmömmur fara að því að klæða þessa fjóra til fimm grislinga sem þær hafa í sinni umsjá í einu! Þær fá varla neitt barnanna til að sjá um þessa hluti sjálf þar sem þau eru nú yngri en þriggja ára. Þetta reynist mér hin mesta þraut hérna á morgnana, að púsla því saman hvernig ég klæði þau án þess að þau hlaupi frá mér. Reyndar er Bríet Huld farin að klæða sig sjálf, þegar hún nennir og það er ekki æði oft. Elí Bergi finnst ekkert leiðinlegra en að láta klæða sig og bursta í sér tennurnar, svo það eru alltaf smá slagsmál á milli okkar mæðginanna þegar kemur að hreinsun og klæðnaði.
Dagmömmur eru snillingar. Því ekki nóg með að þær geti haft allt hreint og fínt og klætt allt liðið í einu, heldur geta þær látið börnin sofa í einu!
Best að koma sér að því að lesa.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ hlakkar til að sjá ykkur. kv. kristrun og co

Nafnlaus sagði...

Já þarna er ég sammála, dagmömmur eru hetjur og leikskóla- og grunnskólakennarar líka, hef lengi haft þá skoðun að þetta fólk eigi að fá fálkaorður frekar en margir aðrir.

Addý Guðjóns sagði...

Alveg hjartanlega sammála Gillí! Launahækkanir og fálkaordur!

Nafnlaus sagði...

Elski Addý min...
Ég veit heldur ekki um marga sem að væru með eitt barn annað á leiðinni og að fá frábærar einkannir úr BS.... þaðan komast út í talmeinafræðina með 2 börn og gæludý það ert þú Helgi minn hahaha ég tek að ofan sæta mín.. fyrir þér...
ég er í vandræðum með að halda minni íbúð hreinni og við búum 2 hahahaaha
knús
Hronnslan þin