Ég bjóst nú aldrei við því að fara hjólandi í skólann í snjó, en það gerði ég nú samt í dag. Ummm... það var ekkert smá hressandi! Við mæðgurnar fórum fyrst með Elí Berg til Cherie dagmömmu og héldum svo hjólandi glaðar (eftir smá stillingarvesen með hjólið) af stað. Leiðin liggur vanalega í gegnum skóginn sem er milli Højby og leikskólans hennar Bríetar Huldar og Háskólans, en þar sem skógurinn var lokaður vegna ófærðar fórum við hjólastíg sem var vel ruddur og fínn. Það tók heldur ekkert lengri tíma að hjóla þessa leið, sem var töluvert betri en krókóttu malarstígarnir í skóginum, hins vegar er skógarleiðin mun fallegri. Daman sætti sig við þetta, enda langþreytt orðin á bílferðum og tók hjólreiðatúrnum fagnandi. Veðrið var líka fínt, ekki eins kalt og búið er að vera, heldur milt og gott. Hanskar og húfur samt nauðsynlegar.
Í dag var sem sagt fyrsti tími vorannarinnar, og við ekki enn búin að fá að vita hvort við höfum staðist haustönnina eður ei. Þetta var nú reyndar bara einn tími í anatomi, frá tvö til fjögur, en þar sem ég þurfti að koma dömunni í leikskólann ákvað ég að byrja með trompi og var mætt upp í skóla klukkan tíu til að lesa! Geri aðrir betur. Hjólað og lesið sama dag! Frekar flott.
Ég sagði nú reyndar í gær að við þyrftum ekki lengur að hafa áhyggjur af hryðuverkaárásum hérna í DK, en ég held ég hafi haft á röngu að standa. Ef eitthvað er eykst spennan bara. Hér áttu að vera einhver mótmæli gegn mótmælum múslimanna í dag. Allt í volli. Það væri nú svolítið klúðurslegt ef þriðja heimsstyrjöldin stafaði af skopteikningum! Vonandi stefnir þetta nú ekki í slíkan harmleik, enda þykjumst við vera orðin þróuð skepna og vel menntuð. Það hlýtur að hafa sitt að segja.
Hana nú!
fimmtudagur, febrúar 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Oh hvað við erum búnar að vera duglegar í dag...þú að hjóla og ég að taka strætó...hehe vann tímabundinn bug a strætó-fóbíunni minni....
Reyndar var ég ekki eins dugleg og þú að lesa....
Í bussinum sa´ ég eitthvað lið í mótmælagöngu og fullt af löggum út um allt.....mér stóð nú ekki a´ sama...verð bara að segja það sko... :o/
welll......vi ses i morgen,
Tinna
Dugleg Addý, alltaf sami jaxlinn. Hér hjólar enginn þótt það sé 10 stiga hiti og þurrt. Vona samt að það fari að hlýna hjá þér.
Skrifa ummæli