föstudagur, febrúar 17, 2006

H&M-flipp og glaðningur að heiman

Jibbíííííí... Ég vann 500 dkr. í happaþrennu í fyrradag! Kaupi aldrei svona lottódæmi, en eitthvað fékk mig til að kippa einni með í þetta skiptið, hef ekki einu sinni tekið eftir happaþrennustandinum (reyndar heitir þetta eitthvað annað en happaþrenna, en þið vitið hvað ég á við) áður sem er við afgreiðslukassann hérna í Super Brugsen. Eins og sannri konu sæmir hélt ég, ásamt dótturinni, í verslunarleiðangur í dag til að eyða herlegheitunum. Leiðin lá í H&M (einnig þekkt sem Hendes og Mauritz) þar sem keypt var peysa, skyrta, belti og trefill á frúna, þar sem trefillinn sem gleymdist á Íslandi er þar enn og ekki er von á honum fyrr en eftir rúma viku. Bríet Huld sá þennan líka fína langerma bol með mynd af Bamba, mamman blæddi að sjálfsögðu í einn slíkan fyrir prinsessuna. Svo til að halda karlinum góðum keypti ég einn langerma bol á hann. Prinsinn fékk ekkert nema bleiur og blautþurrkur, greyið litla. Fær meira næst. Ég var ekkert smá ánægð með vörurnar í H&M í þetta skiptið, alls ekki alltaf sem flest er að mínu skapi, enda frekar erfið þegar kemur að fatavali. Þarna var bæði pils og jakki sem mig langaði í og margt annað, auk þess sem ég sá flottar skyrtur á Helga sem þó voru meira svona sumarskyrtur, svolítið svona safarílegt með upprúlluðum ermum og svona, rosa flott. Barnadeildin er nú alltaf flott svo ég fer nú varla að telja allt sem ég sá þar upp! Vá, það verður gaman þegar maður fer í verslunarleiðangur með Katrínarlindarmæðgunum eftir rúma viku! Kent harlí veijt... Það er alltaf auðveldara að kaupa eitthvað þegar það eru gestir hjá manni, þá ber ekki eins mikið á því sem maður keypti og það dettur bara "óvart" ofan í innkaupakörfuna ;)

Í dag fengum við þennan líka fína pakka frá Íslandi. Tengdó sendi okkur ýmislegt góðgæti, reyktan Hraunholtalax, Mysing og Cocoa Puffs ásamt fleiru góðgæti og glaðningi handa börnunum. Takk kærlega fyrir okkur! Daman var reyndar langspenntust yfir Mysingnum og Cocoa Puffsinu, enda hvorugt fáanlegt hér í DK og hún hakkaði í sig heila flatköku (eða réttara sagt hálfa, þar sem flatkakan er náttúrlega skorin í tvennt til hún passi í umbúðirnar, sem yrðu frekar óhentugar með heilum flatkökum!) með Mysingi og það þurfti ekki einu sinni að reka á eftir henni! Yndislegt að sjá barnið borða svona vel, án tuðs og kvabbs. Greinilegt að við þurfum að gerast áskrifendur að Mysingi! Barnið borðar bara kødpølse á brauðið eins og er, að Mysingnum undanskildum. Það er því frekar fátæklegt nestið sem hún fer með í leikskólann, en nú verður breyting á, tvær tegundir af brauðáleggi, takk fyrir!

Við hjónin sátum fyrir framan imbann áðan eins og oft gerist á föstudagskvöldi, við erum hrein samkvæmisljón! Í kassanum var frumsýndur þessi líka fíni þáttur, nýr raunveruleikaþáttur, sem heitir Sexskolen. Hann var frekar fyndin, en samt nokkuð til í því sem fram kom. Hvað fær karla til að halda að spurningin "viltu koma að ríða?" kveiki í manni? Ekki svo að skilja að hún sé notuð á þessu heimili, sem betur fer ekki. Það verður gaman að fylgjast með því hvort hægt sé að fá karlana til að lengja forleikinn úr 2 mín. í 45 mín.!

Megið þið eiga góða helgi, öll sem eitt!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

pældíði hvað það er hægt að fa mikið í H&M fyrir 500 kall... onbúlívíbúl...
en annars..til lukku með vinninginn (oh bare det var mig) hehe
hils pils Tinna

Nafnlaus sagði...

Til lukku með vinninginn
það er nú ekki á hverjum degi sem maður vinnur svona, reyndar kaupi ég aldrei svona happaþrennur og lottó þannig að það er kannski ekkert skrítið að maður vinni ekki neitt hehehe......

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta til hamingju með the winner of the week hehe I miss HM belive ju mí,,, enda ætla ég að shop until æ drop í Madrid í vor... uss ekki segja Hadda hehe en svaka stuð hmm úr 2 min í 45 min úfff er það ekki einum of langt...
Kv
Hronnsla

Nafnlaus sagði...

Hurðu til hamingju með 500 kallinn. Heyrðu hérna megin við sundið er til e-ð sem heitir Fjällbryn (að ég held skrifað svona) sem er mysingur og er frá Arla (sem var sænskt og er nú danskt...) tékkaðu á því svo barnið detti ekki í þessa kjötpylsu

Addý Guðjóns sagði...

Hehehe... Takk Sigrún mín. Við fundum einmitt einhvern norskan mysuost í haust, en það virkar ekki. Íslenskur mysingur og ekkert annað, takk fyrir! Já, hún er sérvitur, dóttir mín.