Þá er komið að skýrsluskrifum. Ég hef verið spurð að því hvað sé nú að frétta af Helga. Það er svo sem allt gott að frétta af honum, nema eitthvað gengur það seint fyrir sig að fá vinnu (finnst okkur, en þetta er víst ekkert óeðlilegt, alltaf sama óþolinmæðin;)), reyndar hefur hann verið að fá vinnu sem svokallaður vikar, sem er í raun afleysingar- eða íhlaupamaður, hér og þar. Hann er t.a.m. að vinna við Odense Congress Center í dag og var þar líka um helgina og í gær, svo það verða komnir fjórir dagar þegar hann kemur heim seinnipartinn. Hann er duglegur að sækja um vinnur sem hann sér auglýstar og hann er að reyna allt hvað hann getur til að vera óþolandi atvinnuumsækjandi á atvinnumiðlununum þar sem hann er skráður og mætir þangað með sömu spurninguna hvenær sem honum dettur í hug, "Har du fundet noget arbejde for mig?" Jamm, svo árangurinn hlýtur að fara að sýna sig í fastri vinnu. Þess á milli leysir hann Sudoku, þar sem hann er löngu búinn með allar jólabækurnar (ég á ekki roð í hann þegar kemur að lestri! Hans einkunnarorð eru ein bók á dag kemur skapinu í lag! Ég er enn á bók númer þrjú, gengur frekar hægt).
Annars er fréttin um afsökunarbeiðni Jyllands-posten ánægjuleg á þann háttinn að maður þarf síður að lifa í ótta við hryðjuverkaárásir. Ég hef alltaf verið á móti því að gert sé grín af trúmálum yfirleitt. Ég tel mig vera trúaða kristna manneskju þó svo ég sæki ekki kirkju eins reglulega og ég gerði á meðan ég söng í Bústaðakirkjunni. Trúin er hins vegar, að mínu mati, einkamál hvers og eins. Það þýðir ekkert að þröngva trúnni upp á neinn og heldur ekki að taka hana frá viðkomandi. Ég tel einnig að trúarhópar eigi að bera virðingu hver fyrir öðrum og fólk almennt, stríð leysir engan vanda! Hins vegar finnst mér líka að fólk sem flytur úr heimalandi sínu í annað land þar sem ríkir allt önnur menning og frjálsari, verði að laga sig að aðstæðum, ekki bara tileinka sér það sem hentar hverju sinni. Þeir innflytjendur hérna á norðurhveli jarðar sem koma frá ríkjum þar sem ekki finnst sama frjálsræðið og hér, verða að gera sér grein fyrir því í hvernig þjóðfélag þeir eru komnir. Hér eru ekki sömu gildi og heima hjá þeim. Þegar þessir hópar innflytjenda eru, í þriðju og fjórðu kynslóð, ekki farnir að aðlagast, þá myndi maður nú ætla að eitthvað væri að. Hér ríkir tjáningarfrelsi og það ber að virða. Hvað vitum við um það hvað gert er gegn kristnum mönnum og örðum trúarhópum í ríkjum múslima? Mér skilst að þar sé það refsivert að hafa kross um hálsinn og að kvenmenn hafi hár sitt ekki hulið. Þeir leyfa sér að banna okkar menningu hjá sér, en ætlast til þess að við sýnum þeim og þeirra trúarbrögðum virðingu, sem ég tel flesta Norðurlandabúa gera. Til að allir geti lifað í sátt og samlyndi verða allir að vera tilbúnir til þess. Myndirar sá ég einhvern tímann í haust, þær voru nú ekki svo grófar, að mig minnir, frekar fyndnar, en kannski ekki viðeigandi til birtingar í dagblaði. Hins vegar má maður aldrei taka sig of alvarlega og það að setja menn á dauðalista fyrir það að gera grín að sér gæti nú talist frekar gróft. Það að fara fram á afsökunarbeiðni er nú kannski nærri lagi.
Ég styð tjáningarfrelsi, en hafa ber ávallt í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
miðvikudagur, febrúar 01, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Sammála Addý, þeir eru farnir að vera ansi frekir þarna suður frá, þeir banna okkur hitt og þetta og svo megum við ekki neitt og þá á bara að fara að sprengja allt og alla...mundi allt í einu eftir fíflinu honum Bush sem veður uppi sprengjandi...stundum svolítið erfitt að réttlæta hitt og þetta. En Helgi stendur sig greinilega eins og sannur Íslendingur, heimtar vinnu og ekkert tuð, ætli þeir séu ekki farnir að þekkja þá...þessa Íslendinga og finna þeim fasta vinnu sem fyrst, til að losna við ofvirka atvinnuleysingja.
Hehehe... Ætli það sé ekki svolítið til í því að þeir Danirnir nenni ekki að hafa ofvirka atvinnuleysingja, þeir eru betri þessir sem hanga heima hjá sér og láta lítið fyrir sér fara! ;)
Og með Bush... já, hann er frekjudolla sem leyfir sér að ráðgast með þá sem honum dettur í hug. Reyndar er kannski ekki bara hægt að skella skuldinni á hann, samstarfsmenn hans eru varla mikið betri.
Kvitt kvitt fyrir mig. Mikið sámala þér með allt trúartalið hjá þér.
Nú er farið að hlína aðeins hjá okkur og kannski hægt að fara renna til okkar haaaaaa.
Hey - eigið þið ekki leið til Köben helgina 3-5 mars? Við verðum þar litla familian...
Skrifa ummæli