Var að koma heim úr morgunhjólatúr. Skilaði Elí Bergi til dagmömmunnar og Bríeti Huld í leikskólann. Þetta var fyrsti hjólatúrinn í ansi langan tíma. Ég náði loksins að rífa hjólið MITT af karlinum og rétta honum bíllyklana. Ekki svo að skilja að ég hafi áður borið fyrir mig leiðinlegt veður og tvö börn og så videre og så videre. Nei, nei, ég var alveg parat, eins og þeir segja hérna í útlandinu, Helga finnst bara svo gaman að hjóla. Það er nú reyndar ekki eins og það sé bara til eitt hjól á heimilinu. Hitt hjólið er bara búið að vera frekar leiðinlegt. Það er víst ekki ávísun á gott farartæki þegar maður borgar bara um það bil 800 dkr. fyrir hjól í Kvickly. Nægur peningur, en lítið um gæði.
Í þessum áðurnefnda hjólatúr mínum reikaði hugur minn aðeins um síður dagblaða gærdagsins. Þar var meðal annars bakþankagrein, ansi góð. Sá sem hana skrifaði var að spá í þeim nákvæmlega sama hlut og við hjónin erum búin að vera að velta fyrir okkur, hvers vegna hjólar Daninn hjálmlaus? Það þykir sjálfsagt að smella hjálmi á barnið sem situr aftan á (reyndar er alltof algegnt að börn séu líka hjálmlaus) en það er bara svo hallærislegt að setja einn á hausinn á sjálfum sér! Ótrúlega glatað að hjóla með vörn gegn höfuðáverkum um götur bæjarins! Hann setti fram þá myndlíkingu að það væri mikið meira "kúl" að hjóla með opnar höfuðkúpur eftir óhapp heldur en að hjóla með hjálm. Hvaða gagn gera foreldrar fastir inni á stofnun eftir að hafa hlotið slæman höfuðáverka vegna þess eins að það var ekki "kúl" að hafa hjálm? Að sjálfsögðu eiga börnin að ganga fyrir og þau eiga hiklaust að hafa hjálm. Að mínu mati gildir það um foreldrana líka og auðvitað alla hina. Við hjónin erum einmitt þetta "glataða" lið sem alltaf hjólar með hjálma!
Ég sá svolítið alveg stórfurðulegt í gær þegar ég var á leiðinni til læknis. Fyrir utan læknastofuna var sjúkrabíll og þegar ég geng framhjá honum koma sjúkraflutningamennirnir út með sjúkling á börum. Með manninum er konan hans. Hún hálfpartinn hleypur á eftir þeim með sígarettu í hönd, réttir karlinum sem tekur vænan smók um leið og hann fer inn í bílinn. Ég veit ekki hvers vegna maðurinn fékk far með sjúkrabílnum, en mér fannst þetta alveg bráðfyndið atriði. Inni í bílnum ætti kannski að standa "Lungnalaus maður andar ekki."?
Súkkulaðitilvitnun:
"Jeg har aldrig mødt kalorie, jeg ikke kunne li´."
fimmtudagur, apríl 20, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Daninn er ódauðlegur, reykir og hjólar hjálmlaus og er bara ligeglad med det. Hér heima er líka ekkert sérlega kúl að vera með hjálm og þeir ekki í uppáhaldi hjá mér því þeir fara alveg með hárgreiðsluna!! En danir eru s.s. ekki neitt mikil puntudýr svo ástæðan hlýtur að vera önnur. En ég er sammála, betra að vera ókúl en með kúlu.
........ ég er ein af þessum glötuðu... þ.e. ég hjóla ekki með hjálm. Ég er samt alltaf minnt reglulega á það af börnunum mínum að ég eigi að hafa hjálm... kannski ég óski eftir einum slíkum í afmælisgjöf ;)
Mér finnst nefnilega ekki kúl tilhugsun að vera föst einhversstaðar með höfuðáverka...
anonymous said... náttúrulega gleymdi ég að kvitta...
Kveðja Sofia
Humm humm, við hjónin erum einmitt ekki þessi glötuðu veit ekki alveg af hverju en auðvita eigum við að hjóla með hjálm líka.
Skrifa ummæli