laugardagur, nóvember 04, 2006

Hvar er tvífarinn minn?

Ég sá afa Hrein úti að hlaupa með hundinn í gær. Við sáum Andreu systur í bænum í sumar að skála með vinkonunum. Ætli það séu til nokkur sett af öllum kroppum sem deilt er milli landa? Hvar ætli hin "ég" sé þá? Kannski matráður í ráðuneyti Þjóðverja í Kasakstan eða sundlaugarvörður í Tælandi? Hver veit? Ef einhver sér hina "mig" þá vinsamlegast látið mig vita!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var frábært innlegg því ég hef nákvæmlega sömu reynslu og þú í þessu. Í þau skipti sem ég hef heimsótt Danmörku sé ég mikið af ýmsu fólki sem ég þekki sem eru í raun alls ekki það, ég ef oft talað um þetta við Palla ofl. en kannski þetta sé ættarsvipurinn sem leynir sér ekki. Þessi danska menning er svo kúl og kósý- bjórinn að koma út og allir hlaupa til....svo huggulegt og danskt. Þú veist að þú ert þarna með fína viðskiptahugmynd...flytja til Íslands góðan danskan bjór, það mætti prófa það...ég er til í samstarf.

Nafnlaus sagði...

Ég hef líka sömu reynslu af þessu finst alltaf ég vera sjá einhvern sem ég þekki sem er svo bara einhver annar.

Nafnlaus sagði...

heheh já ég skal láta þig vita elsku systir. En ég er búinn að finna minn tvífara. sem er einhver stelp sem heitir Agla og oft hefur veriðkallað á mig "agla" og spurt mig hvort að ég sé systir hennar ;) og líka spurt hana. Og svo var ég eitt skipti á færeiskumdögum á ólafsvík í sumar þá var kallað á mig Agla og ég snéri mér við því að ég hef heyrt þetta svo oft og þá sagði ég að ég væri ekki Agla og þessi sem kallaði þekkti Öglu vel og sagði að hún væri á færeysku og þá fór hann og hringdi í hana og ég hitti hana hehe það var rosa fyndið hehe ;) jam þetta var skondin saga hehe ;)

Nafnlaus sagði...

Þetta er skemmtileg pæling - maður er alltaf að hitta fólk sem minnir mann svo mikið á einhverja sem maður þekkir. Ásta Katrín til dæmis stóð á því fastara en fótunum að ég væri eitt af Hagkaupsmódelunum í einum bæklingnum - sem mömmu fannst nú ekki leiðinleg tilhugsun hehehe.
en til að hryggja þig þá hef ég ekki enn hitt tvífara þinn- þú ert bara einstök í þinni röð!!

kveðjur og knús til ykkar allra,

Lísa og co