mánudagur, nóvember 27, 2006

Senn kemur jólasveinninn, senn koma jól!

Jingle bells, jingle bells... Vá hvað ég er farin að hlakka til jólanna! Það styttist óðum í þau. Það er greinlegt að stemningin í mömmunni er farin að breiða sig út til barnanna, mér til mikillar gleði. Sérílagi þar sem minn elskulegi eiginmaður er ekkert jólabarn og því hefði möguleikinn allt eins getað verið sá að börnin hefðu heldur kosið að moka snjóinn frá dyrunum eða að vaska upp í stað þess að taka þátt í jólaskreytingum í takt við jólatónlistina. Nei, takk. Börnin mín eru sko búin að föndra nokkra jólakarla úr pípuhreinsurum og kúlum og þeim er prinsessan á heimilinu að sjálfsögðu búin að koma fyrir í glugganum, ásamt fínu jólaseríunni sem múttan keypti á laugardaginn. Bríet Huld biður ekki um neitt annað núna en að lesnar séu jólabækur fyrir háttinn og að hún fái að horfa á Rúdólf með rauða nefið eða Grinch, sem er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Ungi maðurinn fylgir náttúrlega með, eins og hans er von og vísa, enda systirin ein sú flottasta sem hér í heimi finnst!

4 ummæli:

Heiðagella sagði...

já jólastuð er alltaf skemmtilegt. vildi þó að mitt væri meira....
en þú manst að þú og börnin (og Helgi um helgi) eruð velkomin í sturtu hér á SlöttíLane, svona þegar heimilið er orðið að rústum einum....
Knuspus..

Nafnlaus sagði...

Ég kalla þetta alvöru uppeldi. Jólin eru jú bara skemmtileg. :)

Nafnlaus sagði...

Hæ Addý mín
Alltaf jafn gaman að fylgjast með skrifunum þínum, kíki reglulega inn hjá þér, bara svona til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi hjá ykkur dúllunum öllum.
knús og kossar til ykkar allra af klakanum gamla og góða.
Kveðja Sigfríð ömmubeib

Nafnlaus sagði...

já hjá okkur er líka farið að ræða jólin ansi mikið og í gærkvöldi var sett upp jólasveinaljósasería við gluggann hennar Ástu Katrínar, henni til mikillar gleði! Hún er farin að leyfa okkur að hlusta á jólalögin því hún er að komast á þá skoðun að jólin séu nú bara að koma bráðum. Svo er hún líka að passa upp á vera stillt því jólasveinarnir sjá allt - mikið gott! Sú litla er bara eins og lætur sér fátt um finnast ;o)

Gangi ykkur vel í baðherbergisslagnum!

Lísa