miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Til hamingju Helgi!

Í tilefni þess að Helgi minn á afmæli í dag ætla ég að skrifa 100. færsluna á þessari bloggsíðu! Til lukku Helgi minn, svona ef ég gleymi að óska þér til hamingju með daginn!
Annars er þessi afmælisdagurinn búinn að vera hreint ágætur, þó ég segi frá. Veisluglaði eiginmaður minn vildi að sjálfsögðu ekki gera neitt í tilefni dagsins, svo hún Heiða vinkona okkar skveraði sér í heimsókn til okkar og dróg þau Ragnhildi og Mána með ásamt grislingunum. Við skutumst því í Netto til að kaupa svolítið inn svo hægt væri nú að bjóða upp á eitthvað (þau voru svo elskuleg að láta okkur vita um komu sína með góðum fyrirvara). Svo skelltum við í einn heitan brauðrétt og smelltum á lagkagebunder. Þetta kom barasta ágætlega út. Ég setti rjóma, flödeboller, súkkulaðirúsínurnar sem Helgi fékk í afæmlisgjöf frá Tinnu og vínber á milli botnanna og gerði svo piparmyntusúkkulaðikrem og hellti því yfir, útkoman: hin fínasta afæmliskaka!
Fortsæt god dag, eins og þeir segja hérna í baunaveldinu!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HEI....af hverju vorum við ekki látin vita af þessum kræsingum... við hefðum glöð mætt og hjálpað til við að klára!
kv.Tinna og co.

Addý Guðjóns sagði...

Trúðu mér Tinna mín, ég hefði boðið þér ef um almennilegt boð hefði verið að ræða. Þau buðu sér sjálf og létu okkur bara vita með klukkutíma fyrirvara eða svo!

Addý Guðjóns sagði...

Ji, ég var að lesa kommentið mitt yfir... Þetta átti nú ekki að koma svona út. Að sjálfsögðu var gestunum boðið í heimsókn, með stuttum fyrirvara. Heiða á hins vegar heiðurinn af hugmyndinni um skyndikaffiboð. Þetta kemur út eins og fólkið hafi hreinlega ruðst inn sem ekki var raunin! Útkoman varð fínasta seinnipartsstund með frábæru fólki! Það sem ég átti við með þessu kommenti var að þetta var engin plönuð veisla, enda varð þetta engin veisla heldur kaffiboð. Hefði þetta verið plönuð veisla hefðu gestirnir orðið fleiri, það var það sem ég átti við. Þið fyrirgefið mér vonandi klaufaskapinn í þessu máli hérna, kæru vinir.

Heiðagella sagði...

Takk fyrir skemmtilegan dag í gær, og frábó köku...... En við verðum bara að muna að það er bara fallega fólkið "uptown" Odense sem fær að koma svona óboðið. hehehehe, sorry Tinna, keyptir hús á vitlusum stað í bænum.....
Hilsen Hottí Spottí

Nafnlaus sagði...

Jæja þá, það er gott að vita að þið veljið ykkur vini eftir staðsetningu...hehemmmmm ;o)
Maður verður greinilega bara að fara að bjóða sér sjálfur eins og hinar frekjurnar þarna "uptown".... muhahaha

kv.Tinna "drottning norðursins" hehe

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn Helgi! heppinn hvað þú átt myndarlega konu. Hún skverar bara köku fram úr erminni eins og ekkert sé :o)
Vonandi fann hún eitthvað fínt handa þér í afmælisgjöf - fullorðinsspólu eða eitthvað :o)
Ástarkveðjur og knús frá okkur hér heima, söknum ykkar!
Lísa og co.