Í kvöld á sér stað eitt af partýjum ársins á Fróninu kalda. Hann "færeyski" Emil okkar hjóna fagnar árunum fjörtíu (hann á nú reyndar ekki afmæli fyrr en 22. nóv., svo hann verður á fertugsaldri nokkra daga í viðbót áður en fimmtugsaldurinn tekur við) í faðmi góðra vina. Það er á svona stundum sem það er ansi erfitt að vera langt í burtu. Elsku Emil okkar, skemmtu þér vel! Við verðum með í anda. Enda búin að opna rauðvínsflösku þér til heiðurs og það er aldrei að vita nema það verði teknar eins og tvær eða þrjár tíur!
Knús og kossar frá Danaveldi...
laugardagur, nóvember 18, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Tek undir afmæliskveðjur til Emils enda nýkomin úr þessari flottu veislu sem Emil bauð vinum sínum til í kvöld. Skemmtiatriði vinahópsins fólst í því að hann var sendur á hraðstefnumót við 5 einhleypar konur á ýmsum aldri...ekki vildi hann gera opinbert hverri hann hyggst stofna til nánari kynna við...en við vonum að hann standi við þau orð sem hann var látinn fara með í vitnaviðurvist.....ég ætla að ná mér í konu...
Skrifa ummæli