föstudagur, febrúar 10, 2006

Ofnæmi fyrir áfengi?

Ég uppgötvaði mér til skelfingar um daginn að svo gæti verið að ég hafi ofnæmi fyrir áfengi. Undanfarið hef ég tekið eftir því að ef ég fæ mér einn öl eða eitt rauðvínsglas bólgnar gómfyllan stundum upp og ég fæ vægan höfuðverk. Þetta á sem betur fer ekki alltaf við, en þetta hefur aukist ef eitthvað er. Ekki svo að skilja að ég liggi í bleyti hérna í Danaveldinu, þó svo það væri nú kannski svolítið auðvelt, enda áfengi á fínu verði, en þau örfáu skipti sem ég fæ mér léttan sopa á ég það til að fá þessi einkenni. Kannski ástæðan sé hreinlega sú að ég drekki nógu mikið. Gera bara eins og Suður-Evrópubúinn, eitt glas á dag kemur skapinu í lag. Ég þarf líka að athuga þetta betur, hvort þetta séu einhverjar sérstakar tegundir sem gera þetta að verkum, eða hvort þetta sé samsetning vínsins og einhvers ákveðins fæðis.
Verkefni helgarinnar... ;)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyrt hef ég að rauðvín geti valdið ofnæmi af ýmsu tagi, oft er þá um að ræða ákveðið efni í víninu sem þarf alls ekki að vera í öllum tegundum. Svo það verður skemmtileg helgi hjá þér Addý mín í rauðvínssmökkuninni.

Nafnlaus sagði...

..ji nei heldurðu það? Það væri svakalegt :) Hvítvín helmingi verra en rauðvín...þ.e. með tilliti til hausverkja og almennra leiðindaheita...

Addý Guðjóns sagði...

Ég fékk mér eitt rauðvínsglas í gærkvöldi með matnum og fann ekki fyrir einkennunum, svo ég held í vonina! ;)

Nafnlaus sagði...

Bara best að sleppa þessu alveg :) ég geri það allavega núna í einhverja mánuði hehehehe..... Love you