þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Í sól og sumaryl...

Gleðilegan Valentínusardag!
Eða er það ekki það sem maður segiar? Spyr sá sem ekki veit. Er því miður ansi fáfróð um Ameríska siði, þessi er þó, eins og flestir þeirra siða sem viðhafðir eru í "landi tækifæranna", ekki upprunalega þaðan, ekki frekar en nokkuð annað. En hvaðan eru siðir upprunalega? Við tölum um okkar íslensku siði, en eru þeir í rauninni íslenskir? Er þeim ekki bara taldir íslenskir þar sem við Íslendingar erum þeir einu sem enn viðhalda þeim? Nú væri gott að vera búinn að læra eitthvað um þjóð- eða mannfræði. Áhugavert allt saman.

Annars verð ég nú að segja fyrir mitt leyti að ég hlakka rosalega til vorsins og sumarsins. Að geta spókað sig um á léttum klæðum, svitakirtlunum mínum til ómældrar ánægju en samborgurum til ónota. Ummm... sól, sumar og pils. Eftir hjólaferðir undanfarna daga er ég farin að þrá það að geta verið sómasamlega til fara. Ég kann ekki enn þá kúnst að klæða mig upp og hjóla svo. Svo ég er alltaf eins og illa undin tuska í skólanum. Enn sé ég þó sóma minn í því að taka með mér auka bol, svitalyktareyði og þvottapoka. Get ekki hugsað mér að setjast inn í kennslustofu fulla af saklausu fólki illa lyktandi og rennsveitt. Ojojojoj...
Reyndar fórum við hjónin áðan og keyptum hjólastand aftan á bílinn, svona fyrir neyðartilfelli þegar frúin getur ekki meir ;)

Jæja, þetta er nóg í bili.

Ég auglýsi hér með eftir sól og sumri!

Adios.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sól og sumar hér, komdu bara hingað, frábært veður....nei annars...ég ætla að taka veðrið með mér til Aberdeen á fimmtudaginn en kem með það til baka viku seinna.

Addý Guðjóns sagði...

Ertu ekki bara til í að koma við hérna og skilja það eftir? ;)
Góða skemmtun í Aberdeen.