fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Síson

Úff púff... ég eyddi peningum í gær. Alltof miklum. Keypti mér kápu, tvö pils og einhverskonar blússu. Allt rosa flott. Þetta var ekkert ætlunin en þær stöllur Rex pex og Heidi Klum drógu mig með sér á Vilakvöld, þær vissu alveg hvað þær voru að gera! Reyndar er ég að spá í að geyma annað pilsið, ullarpils, og fínu blússuna til jóla. Spurningin er bara hvursu lengi ég held út! Hehehe...
Ég smitaðist aðeins af framkvæmdagleði Helga hérna í fyrradag. Tók mig til og keypti gardínur og gardínustöng inn til barnanna og smellti þeim upp (með aðstoð míns ástækra, að sjálfsögðu, enda hefði veggurinn orðið eins og gatasigti hefði ég mundað borvélina), svo smellti ég nýju áklæði á gamlan stól sem við eigum, eitthvað sem átti að vera búið að gera fyrir langa löngu! Kvöldið endaði ég svo á því að ljúka við lopapeysuna mína, sem er búin að vera í vinnslu síðan síðasta vetur. Kuldinn sparkaði í rassinn á mér og fékk mig til að klára stykkið. Það er nefnilega orðið vibba kalt hérna hjá okkur. Kuldinn smýgur inn um merg og bein, en það venst. Grislingarnir voru bara settir í ullarnærtreyjur, sem einhverra hluta vegna koma sér betur hér í DK en heima á Fróni, og kuldagalla. Nýju kuldaskórnir koma sér einmitt vel núna. Við keyptum fyrir Elí Berg í síðustu viku og Bríeti Huld núna í vikunni. Þorðum ekki öðru þar sem allt er að seljast upp og viti menn, næst á dagskrá eru sandalar! Við erum að tala um að það koma ekki fleiri kuldaskór í búðirnar, þó svo að nú séum við bara stödd í byrjun nóvember! Já, kvinnan í búðinni tilkynnti mér það að í næstu sendingu fengju þau bara sandala og annað slíkt! Ótrúlegt. Sísonið fyrir kuldaskó nær frá lok júlí/byrjun ágúst fram til byrjun nóvember. Á þessum tíma er varla orðið kalt! Talandi um síson, ein vinkona okkar hérna sagði okkur frá því að vinafólk hennar hefði farið í Bilka um daginn að athuga með barnavagn fyrir ófætt kríli sitt, svarið var: "Nei, því miður það er ekki síson fyrir barnavagna núna"! Aumingjas konan stóð með bumbuna út í loftið að því komin að eiga og skildi hvorki upp né niður í starfsmanninum. Nei í Danmörku fæðast börnin bara á vorin og á sumrin!
Já, það er margt sem maður lærir í útlandinu.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja hérna.. þá veit maður það næst.. að ekkert honkí donkí bara stanslausar æfingar jú þar er nú ekki fæðingartíminn núna ja hérna...
knús
Hronnslan

Nafnlaus sagði...

Hver hefur sinn sið...í Noregi fást bara ein tegund af ljósum og ein tegund af gardínum og ein tegund af mörgu öðru því þeir sjá ekki tilganginn í að gera lífið flókið. Ætli þetta sé til að einfalda lífið hjá danskinum að búa bara til síson. Og hér á fróni er endalaust síson á öllu...eins gott að Baugur hitti á Magasínsíson

Heiðagella sagði...

Þú verður meiri skutlan um jólin, já eða einhverja helgina þegar þú drífur þig í nýja dressið, því ég veit þú getur ekki beðið........
En við erum LAAAAAAAAANGFLOTTASTAR ikk?
HottíSpott
Heidi Klum (já ég get sko vel sætt mig við það)

Arnar Thor sagði...

uss lentir þú í verslunarmulningsvél Rex Pex og Heiðu. að öðru...hvenær er fengitími í Danmörku?

Addý Guðjóns sagði...

Samkvæmt útreikningum mínum ætti fengitíminn í DK að vera frá ágúst til nóvember.