Ég er búin að senda verkefnið í sálfræðinni til yfirlestrar. Gerði það í gærkvöldi. Nú er bara að bíða eftir því og afhenda það, trúlega verður það ekki fyrr en á morgun, enda í góðu lagi, ég hef tíma til hádegis.
Ég ákvað að taka daginn í dag rólega fram að hádegi og setja þá í mig skurk og gera húsnæðið aftur íbúðarhæft eftir blaðaútbreiðslu og útumalltát sem fylgir ritgerðarsmíðum. Klukkan er að verða eitt og ég er enn á náttfötunum, svo atorkusemin til þrifa lætur eitthvað á sér standa. Ég eyddi morgninum í tedrykkju, Opruhgláp og hekl, hrært við samvsikubit. Ótrúlegt að maður skuli ekki geta slakað aðeins á án þess að fá samviskubit yfir því! Hvað með það þó rúmin séu óumbúin, þvotturinn í þvottakörfunni og á snúrunni og ekki búið að ganga frá eftir morgunmatinn! Það er nú ekki eins og mýsnar séu vaðandi um öll gólf og nágrannarnir farnir að rýna inn um gluggana í leit að líki. Ég sópaði ekki yfir í gær, svo þar hlýtur hundurinn að liggja grafinn. Samviska, samviska. Ég gæti ekki verið þingmaður, ég færi grenjandi í bælið á hverju kvöldi og tækist samt ekki að væla mig í svefn. Reyndar var því einhvern tímann spáð fyrir mömmu að elsta barnið hennar ætti eftir að verða þingmaður. Trúlega hefur spákonan bara verið að leggja áherslu á það að þetta elsta barn væri heldur ákveðin og léti oft mikið í sér heyra, hvort sem fólki líkaði vel eða illa. Enn er ekki öll von mömmu um barn í stjórnmálum úti, engin veit sína ævi fyrr en öll er. Reyndar hef ég heyrt að sörf á hinu háa Alþingi séu ekki eins spennandi og þau líta út fyrir að vera í sjónvarpinu (aha!). Enda er það með útsendingar frá Alþingi eins og hina raunveruleikaþættina að það eru einungis sýnd þau atriði þar sem eitthvað er að gerast. Það vill þó þannig til að alltaf þegar ég kveikti á sjónvarpinu og það var verið að sýna frá Alþingi var alltaf einskonar stillimynd, reyndar sást einn og einn þingmaður á vappi um salinn, en á skjánum stóð eitthvað á þá leið að það væri hádegishlé eða þvíumlíkt. Ekki svo að skilja að ég sé að gera lítið úr hinu háa Alþingi, það hlýtur að vera erfitt að taka ákvarðanir sem varða heila þjóð, nákvæmlega þess vegna gæti ég ekki setið þar.
Þar til næst...
mánudagur, janúar 30, 2006
laugardagur, janúar 28, 2006
Átaksárátta
Heilsuátök eru eitt það heitasta í dag, og kannski búin að vera frá því Jane Fonda var upp á sitt besta. Í dag er málið bara þannig að fólk þarf á því að halda að taka sér tak varðandi lifnaðarhættina. Kreditkortaflóran og yfirdrættirnir leyfa frekari neyslu skyndibitafæðis í stað góðs, smurðs nestis til vinnu og skóla. Á flestum stöðum er einnig auðveldara að nálgast gos og sæta drykki en vatn. Svo heilsuátak á vel upp á pallborðið í dag. Þar er ég engin undantekning, enda hef ég ekki verið þekkt fyrir neina ofurholla lifnaðarhætti hingað til, þó maður reyni nú að halda óhollustunni í eins miklu lágmarki og sálartetrið leyfir manni. Þegar áramótin skullu á, ákvað ég að venda kvæði mínu í kross og takmarka óneysluna við helgardagana tvo. Það gekk vel í tvær vikur. Þá fór ég í saumaklúbb og missti stjórn á mér. Síðan þá hef ég bara borðað það sem ekki má. Málið með mig er nefnilega það að um leið og ég heyri orðin átak eða megrun (sem mér þykir afar fráhrindandni og ósmekklegt orð) eykst matarlystin um allan helming. Sjálfsstjórnin er engin. Á þessu á þó að verða breyting. Nú hefur verið ákveðið að stunda sundið í skólanum og hjóla í skólann þegar veðrið fer að verða þess legt að hægt er að bjóða prinsessunni á heimilinu í hjólatúra. Reyndar rak ég augun í einhverj kúr sem er á bt.dk. Þar fær maður aðhald varðandi viktina og mataræðið, kannski eitthvað fyrir mig. Athuga það kannski betur.
Jæja, ég ætla að fara að drífa mig upp í skóla að sinna verkefninu og láta karlinn um krakkana.
Eigið þið góða helgi...
Jæja, ég ætla að fara að drífa mig upp í skóla að sinna verkefninu og láta karlinn um krakkana.
Eigið þið góða helgi...
miðvikudagur, janúar 25, 2006
Heili óskast
Ég hef svosem ekkert að segja, heilinn er farinn í verkfall. Hann harðneitar að vinna þetta blessaða verkefni og velur sér öll önnur verkefni, helst þau sem krefjast lágmarksnotkunar á sellunum, eins og t.d. vafur á Netinu í leit að húsi til kaupa. Já, hann hefur ekki orku í að setja saman ritgerð en getur svo látið sig dreyma. Það er spurning við hvern maður getur talað til að fá heilann til að sinna skyldustörfunum. Hann hlustar í það minnsta ekki á mig! Til að mynda er uppáhalds lesefni hans um til langst tíma auglýsingabæklingar! Hann elskar að setjast niður yfir auglýsingabæklingum, á meðan nota ég tímann og fá mér einn tebolla. Það versta við þessa auglýsingaáráttu hans, er að hann festir ekkert af tilboðunum í minninu, sem er hans aðalsamstarfsaðili. Ótrúlegt en satt. Það er sama hve oft maður þarf á góðum tilboðum að halda til að halda í við budduna (sem einnig er heldur treg til hlýðni), hann harðneitar að kalla fram þau bestu. Þannig að matseðill vikunnar samanstendur að mestu af þessu sama, lasagne, kjúkling, grjóna, svíni og kannski fiski eða pizzu. Frekar þurrt eitthvað. Svo ég hef gripið í það örþrifaráð að auglýsa hér með eftir VIRKUM heila til kaupa eða láns, skipti koma einnig til greina.
þriðjudagur, janúar 24, 2006
Íslendingurinn í manni sjálfum
Það er svo furðulegt með mann að þegar maður sest að á erlendri grundu stækkar Íslendingurinn um marga metra (sem útskýrir væntanlega hærri tölu á voginni;)). Í gær fór ég á svona fællesbibliotek í skólanum til að finna bók sem ég var að leita að. Þetta er að sjálfsögðu ekki í frásögu færandi, nema fyrir þær sakir að þarna niðri fannst mér eins og ég væri komin inn í Árnagarð. Reyndar var ekki svona mikið af bókum í lesstofunni í garðinum, en þær voru náttúrlega á Árnastofnun, sem ég fékk nú að heimsækja nokkrum sinnum til að garfa í ljósritum af gömlum handritum. Nema hvað, þarna voru eldgamlir stólar og eldgamlar hillur, svona svolítið einkennandi fyrir Árnagarðinn. Ekki nóg með það heldur var þarna að finna íslenskar bækur, heilan rekka af þeim. Ritsafn Halldórs Laxness var þarna sem og ritsafn Gunnars Gunnarssonar (að sjálfsögðu) reyndar var það á dönsku, einhverra hluta vegna... Það sem sló mig þó mest var að í hillunni þar sem Nordisk historie var voru bækurnar langflestar á íslensku! Þetta eru Konungasögurnar, Byskupasögurnar og Íslendingasögurnar ásamt fleiri sögum. Það voru sem sagt Íslendingar sem rituðu þessar sögur. Án okkar væru þær trúlega ekki til á prenti! Kannski er ástæðan góð geymsluskilyrði landans á árum áður þar sem engu var hent og allt nýtt, eins og til dæmis í sniðagerð og í fyllingar í rúmin. Þökk sé Árna Magnússyni heitnum. Norðurlöndin eiga honum mikið að þakka. Ekki bara honum heldur að sjálfsögðu öllum þeim sem munduðu vel tálgaðan fjaðurstaf með jurtaseyði á kálfaskinn inni í dimmum fjárhúsum heldrafólks á Íslandi fátæktarinnar. Hann Árni vann víst ekki sóðaverkin sjálfur.
Frá því við komum hingað til Danmerkur í sumar hafa Íslendingar prýtt síður Ugeavisen, sem er fréttablað sem kemur út hérna í Óðinsvéum einu sinni í viku, fjórum sinnum. Björk, Sterling, Magasin og Sigurrós. Frekar flott ekki satt?! Við erum best...
Frá því við komum hingað til Danmerkur í sumar hafa Íslendingar prýtt síður Ugeavisen, sem er fréttablað sem kemur út hérna í Óðinsvéum einu sinni í viku, fjórum sinnum. Björk, Sterling, Magasin og Sigurrós. Frekar flott ekki satt?! Við erum best...
sunnudagur, janúar 22, 2006
Sudoku
Þá er komið að því að þreyta ykkur sem þetta lesið með fréttum af verkefnavinnu og fleiru álíka skemmtilegu.
Verkefnavinnan er komin á fullt skrið, eða hitt þó heldur! Það gengur ekkert að koma einhverju á blað. Ekki hjálpar það nú heldur þegar þessir karlar sem koma fram með kenningarnar setja ekkert á Netið! Það er engin afsökun þó þeir séu flestir löngu dauðir. Nei, Netið nær yfir alla heima og geima, ég geri ráð fyrir að þeir séu nú bara tæknivæddari ef eitthvað er þarna í himnaríki. Ég meina, hvers lags eiginlega himnaríki er ekki með internetið? Það gengur sem sagt verr en á horfðist að finna heimildir. Ég er búin að sitja sveitt yfir þessu, það er ekki málið. Svo þegar ég loksins fann einhverja klausu á heimasíðu sem tilheyrði sálfræðinámskeiði einhvers ágæts framhaldsskólans á klakanum klikkaði prentarinn! Reyndar er hann búinn að vera leiðinlegur, en nú harðneitar hann að sinna skyldustörfunum. Það mætti halda að verkfallsrétturinn næði yfir til heilalausra heimilistækjanna líka! Best að skella bara á hann bráðabirgðarlögum, ég hlýt að geta það!
Annars er hugur minn búinn að vera fastur við forláta sudoku-bók sem við hjónin fengum í jólagjöf frá Jódísi, systur hans Helga. Þessar talnagátur eru þannig að maður verður alveg húkkt á þeim og það er þannig að því verr sem gengur, því húkktari verður maður! Þannig að ég er komin með lausn á þessu öllu. Ef ég stend mig ekki í þessu verkefni, verður skuldinni skellt á Jódísi. Nei, segi bara svona...
Jæja, þetta hefst ekki á þennan háttinn. Best að fara að sofa og hvíla þessar örfáu, lötu heilasellur sem eftir eru.
Góða nótt.
Verkefnavinnan er komin á fullt skrið, eða hitt þó heldur! Það gengur ekkert að koma einhverju á blað. Ekki hjálpar það nú heldur þegar þessir karlar sem koma fram með kenningarnar setja ekkert á Netið! Það er engin afsökun þó þeir séu flestir löngu dauðir. Nei, Netið nær yfir alla heima og geima, ég geri ráð fyrir að þeir séu nú bara tæknivæddari ef eitthvað er þarna í himnaríki. Ég meina, hvers lags eiginlega himnaríki er ekki með internetið? Það gengur sem sagt verr en á horfðist að finna heimildir. Ég er búin að sitja sveitt yfir þessu, það er ekki málið. Svo þegar ég loksins fann einhverja klausu á heimasíðu sem tilheyrði sálfræðinámskeiði einhvers ágæts framhaldsskólans á klakanum klikkaði prentarinn! Reyndar er hann búinn að vera leiðinlegur, en nú harðneitar hann að sinna skyldustörfunum. Það mætti halda að verkfallsrétturinn næði yfir til heilalausra heimilistækjanna líka! Best að skella bara á hann bráðabirgðarlögum, ég hlýt að geta það!
Annars er hugur minn búinn að vera fastur við forláta sudoku-bók sem við hjónin fengum í jólagjöf frá Jódísi, systur hans Helga. Þessar talnagátur eru þannig að maður verður alveg húkkt á þeim og það er þannig að því verr sem gengur, því húkktari verður maður! Þannig að ég er komin með lausn á þessu öllu. Ef ég stend mig ekki í þessu verkefni, verður skuldinni skellt á Jódísi. Nei, segi bara svona...
Jæja, þetta hefst ekki á þennan háttinn. Best að fara að sofa og hvíla þessar örfáu, lötu heilasellur sem eftir eru.
Góða nótt.
föstudagur, janúar 20, 2006
Matur, matur og matur!
Þá er verkefni tvö komið í hendurnar á okkur logopædi-nemunum. Þetta er verkefni í sálfræði og fjallar um þroska barna. Við eigum að finna þrjár þeoríur, fjalla um þær og bera þær saman. Að sálfsögðu er ekkert komið á blað enn, en það er ýmislegt í kollinum og í bókunum sjálfsagt líka...
Leið okkar lá í Bilka um daginn til að verða okkur úti um bleiur og afturendaþurrkur, sem er ekki í frásögu færandi, nema fyrir þær sakir að við rákum augun í íslenska afurð! Já, þrátt fyrir gott vöruúrval, í þessari líka fínu verlsun, hefur hingað til hvorki fundist lamb né rjúpa í frystiborðunum þar, en skyndilega er nú hægt að fá Voxis, sem er hálsbrjóstsykur gerður úr íslenskum jurtum (aðallega fjallagrösum, að mig minnir) framleiddur af Nóa Siríus! Þetta var frekar skondið. Þá er bara að bíða og vona að páskalambið berist hingað til lands ásamt ekta páskaeggjum. Ég meina, Nói er nú kominn með heila stæðu af einhverjum hálsbrjóstsykri, af hverju ekki þá páskaeggjum!
Ég hef reyndar oft hugsað út í það hvers vegna það sé bara horft á Ameríkumarkað þegar kemur að sölu erlendis. Íslendingar eru nú komnir með það mikil ítök í atvinnulífinu hér austanmegin að þeir ættu að vera í góðri aðstöðu til að dobbla inn á Danina íslenskum munaðarvörum, þó ekki væri nema bara í Magasin!
Að sjálfsögðu á maður ekki að gera veður út af matnum sem hér fæst, enda eru kjúklingur og svín það sem best fer ofan í dömuna á bænum. Það væri samt gott að geta fengið sér eitt lambalæri við eitthvert tækifærið.
Jæja, ekki meira röfl í bili. Freud, Eysenck og Stern bíða spenntir eftir mér...
Leið okkar lá í Bilka um daginn til að verða okkur úti um bleiur og afturendaþurrkur, sem er ekki í frásögu færandi, nema fyrir þær sakir að við rákum augun í íslenska afurð! Já, þrátt fyrir gott vöruúrval, í þessari líka fínu verlsun, hefur hingað til hvorki fundist lamb né rjúpa í frystiborðunum þar, en skyndilega er nú hægt að fá Voxis, sem er hálsbrjóstsykur gerður úr íslenskum jurtum (aðallega fjallagrösum, að mig minnir) framleiddur af Nóa Siríus! Þetta var frekar skondið. Þá er bara að bíða og vona að páskalambið berist hingað til lands ásamt ekta páskaeggjum. Ég meina, Nói er nú kominn með heila stæðu af einhverjum hálsbrjóstsykri, af hverju ekki þá páskaeggjum!
Ég hef reyndar oft hugsað út í það hvers vegna það sé bara horft á Ameríkumarkað þegar kemur að sölu erlendis. Íslendingar eru nú komnir með það mikil ítök í atvinnulífinu hér austanmegin að þeir ættu að vera í góðri aðstöðu til að dobbla inn á Danina íslenskum munaðarvörum, þó ekki væri nema bara í Magasin!
Að sjálfsögðu á maður ekki að gera veður út af matnum sem hér fæst, enda eru kjúklingur og svín það sem best fer ofan í dömuna á bænum. Það væri samt gott að geta fengið sér eitt lambalæri við eitthvert tækifærið.
Jæja, ekki meira röfl í bili. Freud, Eysenck og Stern bíða spenntir eftir mér...
mánudagur, janúar 16, 2006
Búin að senda ritgerðina!
Ég veit hreint ekki hvort ég á að vera glöð eða ekki. Ég er búin með ritgerðina og sendi hana fyrir sirka hálfri mínútu eða svo, en ég finn bara fyrir kvíða, ekki ósvipuðum þeim sem fylgdi BA-ritgerðarskilunum á sínum tíma. Ojojoj... Það versta við svona verkefni er að maður sér alltaf betur og betur eftir því sem maður les þau oftar hvað hefði mátt betur fara. Þetta er ástæðan fyrir því að ég fer helst ekki yfir próf aftur eftir að ég er búin með þau. Ég svara þeim spurningum sem ég hljóp yfir og síðan ekki sögunnar meir! Ég stressast öll upp af þessu. Ohhh... hvað ég vildi að ég ætti einn ískaldan og góðan inni í ískáp núna, mín bíður án efa andvökunótt! Þá er gott að geta gripið í einhverja af þeim góðu bókum sem við hjónin fengum í jólagjöf.
Jæja, nóg um það! Ég minni í staðinn á hinn bráðskemmtilega leik sem er hér fyrir neðan og hvet sem flesta að taka þátt!
Veriði sæl í bili...
Jæja, nóg um það! Ég minni í staðinn á hinn bráðskemmtilega leik sem er hér fyrir neðan og hvet sem flesta að taka þátt!
Veriði sæl í bili...
föstudagur, janúar 13, 2006
Smá leikur frá Hrönnslu vinkonu
1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin(n) af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu hvers vegna þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Líst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað, hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?
Góða skemmtun!
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin(n) af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu hvers vegna þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Líst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað, hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?
Góða skemmtun!
fimmtudagur, janúar 12, 2006
Gestagangur
Jibbíííí... Við eigum von á tveimur heimsóknum í vor, þökk sé Iceland Express. Mamma og Andrea systir ætla að koma í lok febrúar og vera hjá okkur í fimm daga og svo ætla Siggi Finnur og Magga að koma og vera hjá okkur í þrjá daga í mars. Að sjálfsögðu verður það ekkert smá skemmtilegt. Það er voða notalegt til þess að vita að fólk "nenni" að heimsækja okkur! Hefðum við valið að fara til fjarlægari landa eins og til dæmis Kanada eða BNA, þar sem ég hefði getað farið beint í masterinn og tekið námið á 2-3 árum, þá hefði heimsóknartíðnin orðið töluvert lægri. Með þessa vitneskju ákváðum við að velja frekar fimm ár í landi bjórs og bauna.
Bara til að láta vita þá eru síðurnar í ritgerðinni orðnar sjö og ekkert búið að gera í dag! Nú er bara að setja í fimmta og reyna að klára þetta...
Bara til að láta vita þá eru síðurnar í ritgerðinni orðnar sjö og ekkert búið að gera í dag! Nú er bara að setja í fimmta og reyna að klára þetta...
þriðjudagur, janúar 10, 2006
Drukknar konur um miðjan dag eru miður smekklegar
Ég vil byrja á því að óska Ingu Birnu vinkonu og Valgeiri hennar Berglindar til hamingju með daginn í dag! ...svona rétt áður en ég verð of sein ;)
Enn sit ég við tölvuna að reyna að púsla þessum herlegheitum saman. Línurnar fjórar eru orðnar að rúmlega fjórum síðum, svo allt gengur þetta einhvern veginn. Ég verð vonandi búin fyrir helgina svo hægt sé að gera eitthvað notalegt með börnunum, fara í Løvens hule, sem er innileikvangur, eða í dýragarðinn eða eitthvað sniðugt. Það er orðið alltof langt síðan síðast. Ef peyinn verður hættur að hósta svona hryllilega aukast líkurnar um 80% á því að eitthvað verði gert.
Ég lenti í svolítið sérkennilegri uppákomu í gær. Ég sat hérna inni og var að vesenast í þessum rigerðarmálum (trúlega eru allir komnir með ógeð á þessu bréfsnifsi) þegar dyrabjöllunni var hringt. Þar sem það er oftast pósturinn sem hringir á þessum tíma dags taldi ég svo einnig vera í gær og var þegar farin að ímynda mér Uglubækur, lifrapylsukeppi eða Mysing í böggli. Nei takk, í þetta skiptið var gesturinn ekki jafn gleðilegur. Fyrir utan dyrnar "stóð" drafandi kerling, blind-auga full og bað mig um að hjálpa sér, á dönsku, að sjálfsögðu. Ég átti í mesta basli með að skilja hana, en þó tel ég mig vera farna að skilja almenningsdönskuna að mestu leyti. Eftir nokkurt prjál og endurtekningar kom hún mér í skilning um að hún vildi að ég hjálpaði sér að hringja á leigubíl fyrir sig, úr gemsanum sínum. Þar sem "daman" var ekki með númer hjá neinni leigubílaþjónustu fór ég inn og sótti símaskrá, en þá gerðist hún dyntótt og vildi ekki hvaða leigubílastöð sem var, nei takk! Eftir nokkrar vangaveltur um leigubílastöðvar fundum við eina sem hún taldi ekki vera miðstöð rasista og hringdum í hana. Að því loknu lokaði ég dyrunum og hélt inn. Reyndar datt mér eitt augnablik í hug að bjóða henni inn í kaffibolla, henni virtist ekki veita af því, auk þess sem myndin af Dýrinu, í Fríðu og dýrinu, og kerlingunni með rósina skaust upp í huga mér og ekki langaði mig til að verða að dýri! Ég ákvað samt að misbjóða ekki honum Helga mínum og litla syninum sem svaf vært inni í herbergi og ákvað að eiga á hættu að ummyndast. Stuttu seinna knúði kerlingin aftur dyra, í þetta skipti til að spyrja um eld. Þá gerðist ég svo óforskömmuð að brosa framan í hana og ljúga með því að segjast hvorki reykja né eiga eld (með kveikt á 18 kertum inni í íbúðinni). Ég sá fyrir mér að ég sæti uppi með kvengreyið í hvert skipti sem hún kæmi í Højby. Trúlega verður raunin ekki sú þar sem ég trúi því ekki að hún rati til baka miðað við ástand hennar. Sorglegt.
Enn sit ég við tölvuna að reyna að púsla þessum herlegheitum saman. Línurnar fjórar eru orðnar að rúmlega fjórum síðum, svo allt gengur þetta einhvern veginn. Ég verð vonandi búin fyrir helgina svo hægt sé að gera eitthvað notalegt með börnunum, fara í Løvens hule, sem er innileikvangur, eða í dýragarðinn eða eitthvað sniðugt. Það er orðið alltof langt síðan síðast. Ef peyinn verður hættur að hósta svona hryllilega aukast líkurnar um 80% á því að eitthvað verði gert.
Ég lenti í svolítið sérkennilegri uppákomu í gær. Ég sat hérna inni og var að vesenast í þessum rigerðarmálum (trúlega eru allir komnir með ógeð á þessu bréfsnifsi) þegar dyrabjöllunni var hringt. Þar sem það er oftast pósturinn sem hringir á þessum tíma dags taldi ég svo einnig vera í gær og var þegar farin að ímynda mér Uglubækur, lifrapylsukeppi eða Mysing í böggli. Nei takk, í þetta skiptið var gesturinn ekki jafn gleðilegur. Fyrir utan dyrnar "stóð" drafandi kerling, blind-auga full og bað mig um að hjálpa sér, á dönsku, að sjálfsögðu. Ég átti í mesta basli með að skilja hana, en þó tel ég mig vera farna að skilja almenningsdönskuna að mestu leyti. Eftir nokkurt prjál og endurtekningar kom hún mér í skilning um að hún vildi að ég hjálpaði sér að hringja á leigubíl fyrir sig, úr gemsanum sínum. Þar sem "daman" var ekki með númer hjá neinni leigubílaþjónustu fór ég inn og sótti símaskrá, en þá gerðist hún dyntótt og vildi ekki hvaða leigubílastöð sem var, nei takk! Eftir nokkrar vangaveltur um leigubílastöðvar fundum við eina sem hún taldi ekki vera miðstöð rasista og hringdum í hana. Að því loknu lokaði ég dyrunum og hélt inn. Reyndar datt mér eitt augnablik í hug að bjóða henni inn í kaffibolla, henni virtist ekki veita af því, auk þess sem myndin af Dýrinu, í Fríðu og dýrinu, og kerlingunni með rósina skaust upp í huga mér og ekki langaði mig til að verða að dýri! Ég ákvað samt að misbjóða ekki honum Helga mínum og litla syninum sem svaf vært inni í herbergi og ákvað að eiga á hættu að ummyndast. Stuttu seinna knúði kerlingin aftur dyra, í þetta skipti til að spyrja um eld. Þá gerðist ég svo óforskömmuð að brosa framan í hana og ljúga með því að segjast hvorki reykja né eiga eld (með kveikt á 18 kertum inni í íbúðinni). Ég sá fyrir mér að ég sæti uppi með kvengreyið í hvert skipti sem hún kæmi í Højby. Trúlega verður raunin ekki sú þar sem ég trúi því ekki að hún rati til baka miðað við ástand hennar. Sorglegt.
mánudagur, janúar 09, 2006
Viðbjóður, viðbjóður, viðbjóður!
Núna á sunnudaginn var ráðist inn í íbúð tvítugrar stelpu og fimm ára dóttur hennar og þeim nauðgað. Þetta voru þrír grímuklæddir menn sem þröngvuðu sér inn í íbúðina stuttu eftir að eiginmaðurinn og faðirinn var farinn, greinilega til að koma fram vilja sínum. Hreinn viðbjóður! Fimm ára barn. Nauðgun er nógu viðbjóðslegur verknaður, hvað þá gagnvart varnarlausum börnum. Ég tala nú ekki um það sem maðurinn, sem ekki er þess verður að vera kallaður faðir Telmu Ásdísardóttur, gerði henni og systrum hennar. Ég vona bara að þetta hrindi ekki bara umfjöllun af stað heldur líka gjörningum. Þ.e.a.s. að það verði eitthvað gert í málum þessara barna, að fólk láti vita viti það af svona löguðu. Þögnin er verst. Hreinn og klár viðbjóður.
Góða nótt!
Góða nótt!
Af verkefnavinnu og bjórþambi
Nú sit ég fyrir framan tölvuna og reyni að finna út úr því hvernig ég set þessa blessuðu ritgerð saman! Um ALS/MND, sem er hræðilegur sjúkdómur sem leggst á taugakerfið, på dansk. Ég er komin með fjórar línur! Jibbíííí... en á líka sirka tíu blaðsíður eftir :( Þetta hefst einhvern veginn. Það háir mér nefnilega líka að ég fékk tvær vikur til að vinna verkefnið. Ég er búin með eina og á eina eftir. Alltof langur tími! Ég er Íslendingur, ég kann ekki að skipuleggja mig þannig að ég nýti allan tímann. Ég er vön því að vinna svona verkefni með skóla og hafa mun knappari tíma! Þetta er svosem ágætis fyrirkomulag. Maður er þá ekki frá allan sólarhringinn, maður þarf bara að temja sér betri vinnuaðferðir og skipulagðari. Það hlýtur að vera komið um það leyti sem við höldum til baka á klakann að fimm árum liðnum.
Annars var helgin fín. Við fórum reyndar ekkert út vegna peyjans. Vildum halda honum inni þar sem hann er enn með svo ljótan hósta. Hann fór til dagmömmunnar í morgun en ég sæki hann snemma svo hann geti sofið inni. Hver kom þeirri þjóðtrú af stað heima að Íslendingar væru þeir einu sem létu börnin sín sofa úti? Hér eru börnin látin sofa úti, allavega hjá dagmömmum og í leikskólunum, í hvernig veðri sem er.
Ég fékk smá útivistarleyfi í gær. Ég labbaði í bakaríið til að kaupa eitthvað með kaffinu þar sem von var á gestum. Leiðin liggur framhjá Højby hallerne, sem er íþróttamiðstöðin hérna í Højby. Það var greinlegt að eitthvað var um að vera þar sem bílaplanið var fullt af bílum og hjólastæðið af hjólum (og það er töluvert stærra en bílaplanið). Þar sem maður gengur eiginlega alveg upp við húsið þegar maður fer framhjá því lítur maður alltaf inn um gluggana, það bara gerist, líka í gær. Fyrir innan gluggana sást fullt af fólki við borð að spjalla og drekka bjór. Um hádegisbil á SUNNUDEGI í íþróttamiðstöðinni! Frekar skondið, fannst mér. Þetta er eitthvað sem maður er enn að venjast. Það er hægt að kaupa bjór allan sólarhringinn alla daga vikunnar í skólanum hjá mér, þar eru meira að segja sjálfssalar ef það er búið að loka kantínunum. Það eru svosem ekki margir að þamba ölið í frímínútum, en það eru þónokkrir sem fá sér einn ískaldan í hádeginu á föstudögum, en hann er líka bara einn. Mér finnst þetta svolítið kósý, en samtímis svolítið skrýtið. Gott og það venst... Reyndar er ég orðin mjög slöpp í allri áfengisdrykkju. Mér dugar eitt rauðvínsglas eða einn öl. Eftir það vil ég bara fara að sofa og finn jafnvel fyrir smá ryði daginn eftir. Þið getið ímyndað ykkur hvernig ég verð þá eftir eitt gott fyllerí! Barneignir björguðu mér frá áfengisbölinu.
Annars var helgin fín. Við fórum reyndar ekkert út vegna peyjans. Vildum halda honum inni þar sem hann er enn með svo ljótan hósta. Hann fór til dagmömmunnar í morgun en ég sæki hann snemma svo hann geti sofið inni. Hver kom þeirri þjóðtrú af stað heima að Íslendingar væru þeir einu sem létu börnin sín sofa úti? Hér eru börnin látin sofa úti, allavega hjá dagmömmum og í leikskólunum, í hvernig veðri sem er.
Ég fékk smá útivistarleyfi í gær. Ég labbaði í bakaríið til að kaupa eitthvað með kaffinu þar sem von var á gestum. Leiðin liggur framhjá Højby hallerne, sem er íþróttamiðstöðin hérna í Højby. Það var greinlegt að eitthvað var um að vera þar sem bílaplanið var fullt af bílum og hjólastæðið af hjólum (og það er töluvert stærra en bílaplanið). Þar sem maður gengur eiginlega alveg upp við húsið þegar maður fer framhjá því lítur maður alltaf inn um gluggana, það bara gerist, líka í gær. Fyrir innan gluggana sást fullt af fólki við borð að spjalla og drekka bjór. Um hádegisbil á SUNNUDEGI í íþróttamiðstöðinni! Frekar skondið, fannst mér. Þetta er eitthvað sem maður er enn að venjast. Það er hægt að kaupa bjór allan sólarhringinn alla daga vikunnar í skólanum hjá mér, þar eru meira að segja sjálfssalar ef það er búið að loka kantínunum. Það eru svosem ekki margir að þamba ölið í frímínútum, en það eru þónokkrir sem fá sér einn ískaldan í hádeginu á föstudögum, en hann er líka bara einn. Mér finnst þetta svolítið kósý, en samtímis svolítið skrýtið. Gott og það venst... Reyndar er ég orðin mjög slöpp í allri áfengisdrykkju. Mér dugar eitt rauðvínsglas eða einn öl. Eftir það vil ég bara fara að sofa og finn jafnvel fyrir smá ryði daginn eftir. Þið getið ímyndað ykkur hvernig ég verð þá eftir eitt gott fyllerí! Barneignir björguðu mér frá áfengisbölinu.
laugardagur, janúar 07, 2006
Uppfærsla
Ég veit svei mér ekki hvort þetta hafi verið sniðugt hjá mér að opna þessa bloggsíðu. Ég er búin að sitja hérna við tölvuna í einhvern tíma og fikta við þetta allt saman. Reyndar fæ ég þetta ekki alveg til að virka eins og ég vil. Ég vil nefnilega endilega losna við þetta "About me"-dæmi út, en ég hef ekki hugmynd um hvernig ég fer að því, svo ef þú kannt það, láttu mig vita!
Ég ætti að sjálfsögðu að sitja við lestur og skriftir núna, en þetta er svo erfitt eitthvað. Ég settist niður í gær og ætlaði að byrja, galvösk. En það kom ekki neitt, ég kláraði svona u.þ.b. hálfa síðu, en sat svo föst. Það endaði með því að ég rölti mér yfir í bóksöluna og keypti ensk-danska orðabók til að geta komið einhverjum heimildanna yfir á dönsku. Það er ómögulegt að gera þetta án orðbókar og þar sem íslensk-dönsk fæst ekki nema í vasabroti, þá verður þessi að duga. Reyndar var hún nú ekki dýr svo ég græt það ekki, enda bókakaup alltaf góð fjárfesting. Hún kostaði 198 dkr. eða u.þ.b. 2000 íslenskar krónur. Svo ég ætti þrátt fyrir þetta að eiga fyrir salti í grautinn út mánuðinn...
Jæja, best að hætta þessu kvabbi og fara að vinna. Ég er búin að setja linka hjá mörgum góðum pennum vinstra megin á síðuna. Njótið...
Ég ætti að sjálfsögðu að sitja við lestur og skriftir núna, en þetta er svo erfitt eitthvað. Ég settist niður í gær og ætlaði að byrja, galvösk. En það kom ekki neitt, ég kláraði svona u.þ.b. hálfa síðu, en sat svo föst. Það endaði með því að ég rölti mér yfir í bóksöluna og keypti ensk-danska orðabók til að geta komið einhverjum heimildanna yfir á dönsku. Það er ómögulegt að gera þetta án orðbókar og þar sem íslensk-dönsk fæst ekki nema í vasabroti, þá verður þessi að duga. Reyndar var hún nú ekki dýr svo ég græt það ekki, enda bókakaup alltaf góð fjárfesting. Hún kostaði 198 dkr. eða u.þ.b. 2000 íslenskar krónur. Svo ég ætti þrátt fyrir þetta að eiga fyrir salti í grautinn út mánuðinn...
Jæja, best að hætta þessu kvabbi og fara að vinna. Ég er búin að setja linka hjá mörgum góðum pennum vinstra megin á síðuna. Njótið...
fimmtudagur, janúar 05, 2006
Flugvöllur eða sjúkrahús?
Ég fór upp á Odense Universitets hospital í dag til að afla mér heimilda fyrir verkefnið sem ég er að "vinna". Ótrúlegt hvað þarf alltaf að vera að "skemma" gamlar byggingar með því að troða á þær einhverri nýbyggingu (eins og þið sjáið er ég ekki mikið fyrir nýbyggingar!)! Spítalinn er að uppruna samansettur af frekar glæsilegum húsum, svona pínku kósý. Svo kemur þetta speglafrík og skemmir allt, en þetta heppnaðist þó betur en glerhýsið sem sett var við Iðnó.
Það var frekar skrítið að koma inn á spítalann um aðalinnganginn. Mér leið svolítið eins og ég væri að ganga inn í flugstöð. Allt á þönum. Fólk að koma, fólk að fara og enginn vill dvelja þarna nema í skamman tíma. Fullt af farangri og það fyrsta sem mætti mér þegar ég gekk inn var skilti sem á stóð "Patient hotel". Ekki það hótel sem maður setur í fyrsta sæti svona dagsdaglega myndi ég halda. Það er þó gott til þess að hugsa að það sé þó allavega til staðar fyrir þá sjúklinga og aðstandendur sem koma langt að.
Þarna voru líka margar bumbur. Stórar, fallegar, glaðar og spenntar bumbur. Trúlega fáar þeirra komið til að fullkomna verkið en kannski ein eða tvær! Það fer alltaf um mig undarleg vellíðunartilfinning þegar ég hugsa til þess tíma þegar ég var sjálf ófrísk. Það er eitthvað svo notalegt að finna fyrir glænýrri veru vaxa inni í manni og manni er nok sama þó hún sparki og sparki og haldi fyrir manni vöku með hiksti fram á miðjar nætur og þrýstingi á þvagblöðruna.
Það var frekar skrítið að koma inn á spítalann um aðalinnganginn. Mér leið svolítið eins og ég væri að ganga inn í flugstöð. Allt á þönum. Fólk að koma, fólk að fara og enginn vill dvelja þarna nema í skamman tíma. Fullt af farangri og það fyrsta sem mætti mér þegar ég gekk inn var skilti sem á stóð "Patient hotel". Ekki það hótel sem maður setur í fyrsta sæti svona dagsdaglega myndi ég halda. Það er þó gott til þess að hugsa að það sé þó allavega til staðar fyrir þá sjúklinga og aðstandendur sem koma langt að.
Þarna voru líka margar bumbur. Stórar, fallegar, glaðar og spenntar bumbur. Trúlega fáar þeirra komið til að fullkomna verkið en kannski ein eða tvær! Það fer alltaf um mig undarleg vellíðunartilfinning þegar ég hugsa til þess tíma þegar ég var sjálf ófrísk. Það er eitthvað svo notalegt að finna fyrir glænýrri veru vaxa inni í manni og manni er nok sama þó hún sparki og sparki og haldi fyrir manni vöku með hiksti fram á miðjar nætur og þrýstingi á þvagblöðruna.
miðvikudagur, janúar 04, 2006
Árnagarður er sjarmerandi
Eins og við var að búast var drengurinn orðinn lasinn þegar ég fékk fyrra verkefnið í hendurnar. Þetta er tveggja vikna verkefni og því þarf að skila þann 16. Það reddast einhvern veginn. Það gerir það oftast.
Talandi um skólann. Ég þurfti að fara upp í skóla til að sækja verkefnið þar sem prentarinn heima var með stæla. Mikið afskaplega er þetta ljót bygging sem hýsir þessa annars fínu menntastofnun! Einn stór dimmur ryðklumpur með löngum göngum og krókum og kimum. Það er ekki frá því að maður sakni allra "litlu" bygginganna á lóð Háskóla Íslands. Árnagarður hefur þó sinn sjarma. Ilminn af nýjöguðu kaffi í bland við lykt af gömlum blautum lopapeysum... SDU Odense skortir allan slíkan sjarma. Fólkið er gott og kantínurnar eru fínar (allavega alltaf pláss fyrir alla) og námið skemmtilegt, en það fer stundum um mann kuldahrollur þegar maður gengur eftir löngum, dimmum, ryðgöngum skólans. Húsið skortir allan hlýleika. Kannski er ég bara svona smáborgaraleg. Ég bjóst við glæsilegri byggingu frá fyrndinni, hlaðinni skúlptúrum og flúri. Eitthvað svona eins og merkar menntastofnanir Evrópu. Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því að skólinn er jú ekki svo gamall.
Þrátt fyrir húsnæðið hefur áhuginn á talmeinafræðinni ekkert minnkað. Þvert á móti. Ég ætla því að rífa mig upp á hnakkadrambinu (hvernig sem ég fer að því sjálf) og fara að vinna í verkefninu, Á DÖNSKU!
Talandi um skólann. Ég þurfti að fara upp í skóla til að sækja verkefnið þar sem prentarinn heima var með stæla. Mikið afskaplega er þetta ljót bygging sem hýsir þessa annars fínu menntastofnun! Einn stór dimmur ryðklumpur með löngum göngum og krókum og kimum. Það er ekki frá því að maður sakni allra "litlu" bygginganna á lóð Háskóla Íslands. Árnagarður hefur þó sinn sjarma. Ilminn af nýjöguðu kaffi í bland við lykt af gömlum blautum lopapeysum... SDU Odense skortir allan slíkan sjarma. Fólkið er gott og kantínurnar eru fínar (allavega alltaf pláss fyrir alla) og námið skemmtilegt, en það fer stundum um mann kuldahrollur þegar maður gengur eftir löngum, dimmum, ryðgöngum skólans. Húsið skortir allan hlýleika. Kannski er ég bara svona smáborgaraleg. Ég bjóst við glæsilegri byggingu frá fyrndinni, hlaðinni skúlptúrum og flúri. Eitthvað svona eins og merkar menntastofnanir Evrópu. Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því að skólinn er jú ekki svo gamall.
Þrátt fyrir húsnæðið hefur áhuginn á talmeinafræðinni ekkert minnkað. Þvert á móti. Ég ætla því að rífa mig upp á hnakkadrambinu (hvernig sem ég fer að því sjálf) og fara að vinna í verkefninu, Á DÖNSKU!
sunnudagur, janúar 01, 2006
Áramótanýjungar
Þá er komið að því. Ég ætla að prófa mig áfram á öldum Netmiðlanna í því sem landinn kallar blogg. Þetta er meira til gamans gert svo þess er ekki að vænta að eitthvað gáfulegt komi upp úr krafsinu. Þetta er meira í líkingu við sjálfshreinsun. Að sjálfsögðu gæti ég haldið venjulega læsta dagbók og sagt frá mínum dýpstu leyndarmálum en það er bara svo mikið auðveldrara orðið að setjast fyrir framan tölvuna til að tjá sig en að munda penna. Reyndar veit enginn af þessari fyrirhuguðu tilraun minni, nema minn heittelskaði, svo það er ekkert víst að þetta komi fyrir almenningssjónir að einhverju ráði. Kannski maður segi einhverjum frá þessu. Kannski.
Áramótin hér í Danaveldi voru bara æði góð. Frekar róleg í faðmi góðra vina, þeirra Palla, Rósu og barna. Við borðuðum fylltar grísalundir. Fylltar með fyllingu sem við spunnun sjálf og reyndist svona afbragðs góð, með basiliku, hvítlauk, döðlum, furuhnetum, grófu salti, pipar og dash af ólífuolíu. Umm... svo gerði Helgi sænskar hrásteiktar kartöflur og tvennslags sósur, gráðostasósu og brúna kryddsósu fyrir börnin. Góður matur og gott fólk. Að sjálfsögðu var gamla árið sprengt á brott. Reyndar var erfitt að sjá alla flugeldana fyrir gufu frá öðrum flugeldum og mistri, en við sáum okkar, sem að sjálfsögðu báru af!
Það er hins vegar sorglegt með Danann. Hann tekur jólin niður fyrir áramót! Ég var nú svo einföld að halda að jólin væru alls staðar þrettán dagar, þó svo við gerum kannski mest úr því! En þegar búið er að taka niður jólatré og jólaskreytingar á opinberum stöðum þann 3. í jólum missir maður nú eiginlega andlitið! Allavega fram yfir áramót! Þeir voru meira að segja svo stressaðir í þessu öllu að það var ekki hægt að fá jólaservíettur á Þorláksmessu. Jólabarnið ég er ekki alveg sátt við svona óvirðingu við jólahaldið. Nýju landi fylgja nýir siðir.
Sem við látum verða niðurlagið í þessu fyrsta bloggi mínu. Njótið vel...
Áramótin hér í Danaveldi voru bara æði góð. Frekar róleg í faðmi góðra vina, þeirra Palla, Rósu og barna. Við borðuðum fylltar grísalundir. Fylltar með fyllingu sem við spunnun sjálf og reyndist svona afbragðs góð, með basiliku, hvítlauk, döðlum, furuhnetum, grófu salti, pipar og dash af ólífuolíu. Umm... svo gerði Helgi sænskar hrásteiktar kartöflur og tvennslags sósur, gráðostasósu og brúna kryddsósu fyrir börnin. Góður matur og gott fólk. Að sjálfsögðu var gamla árið sprengt á brott. Reyndar var erfitt að sjá alla flugeldana fyrir gufu frá öðrum flugeldum og mistri, en við sáum okkar, sem að sjálfsögðu báru af!
Það er hins vegar sorglegt með Danann. Hann tekur jólin niður fyrir áramót! Ég var nú svo einföld að halda að jólin væru alls staðar þrettán dagar, þó svo við gerum kannski mest úr því! En þegar búið er að taka niður jólatré og jólaskreytingar á opinberum stöðum þann 3. í jólum missir maður nú eiginlega andlitið! Allavega fram yfir áramót! Þeir voru meira að segja svo stressaðir í þessu öllu að það var ekki hægt að fá jólaservíettur á Þorláksmessu. Jólabarnið ég er ekki alveg sátt við svona óvirðingu við jólahaldið. Nýju landi fylgja nýir siðir.
Sem við látum verða niðurlagið í þessu fyrsta bloggi mínu. Njótið vel...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)