fimmtudagur, janúar 12, 2006

Gestagangur

Jibbíííí... Við eigum von á tveimur heimsóknum í vor, þökk sé Iceland Express. Mamma og Andrea systir ætla að koma í lok febrúar og vera hjá okkur í fimm daga og svo ætla Siggi Finnur og Magga að koma og vera hjá okkur í þrjá daga í mars. Að sjálfsögðu verður það ekkert smá skemmtilegt. Það er voða notalegt til þess að vita að fólk "nenni" að heimsækja okkur! Hefðum við valið að fara til fjarlægari landa eins og til dæmis Kanada eða BNA, þar sem ég hefði getað farið beint í masterinn og tekið námið á 2-3 árum, þá hefði heimsóknartíðnin orðið töluvert lægri. Með þessa vitneskju ákváðum við að velja frekar fimm ár í landi bjórs og bauna.
Bara til að láta vita þá eru síðurnar í ritgerðinni orðnar sjö og ekkert búið að gera í dag! Nú er bara að setja í fimmta og reyna að klára þetta...

Engin ummæli: