föstudagur, janúar 20, 2006

Matur, matur og matur!

Þá er verkefni tvö komið í hendurnar á okkur logopædi-nemunum. Þetta er verkefni í sálfræði og fjallar um þroska barna. Við eigum að finna þrjár þeoríur, fjalla um þær og bera þær saman. Að sálfsögðu er ekkert komið á blað enn, en það er ýmislegt í kollinum og í bókunum sjálfsagt líka...
Leið okkar lá í Bilka um daginn til að verða okkur úti um bleiur og afturendaþurrkur, sem er ekki í frásögu færandi, nema fyrir þær sakir að við rákum augun í íslenska afurð! Já, þrátt fyrir gott vöruúrval, í þessari líka fínu verlsun, hefur hingað til hvorki fundist lamb né rjúpa í frystiborðunum þar, en skyndilega er nú hægt að fá Voxis, sem er hálsbrjóstsykur gerður úr íslenskum jurtum (aðallega fjallagrösum, að mig minnir) framleiddur af Nóa Siríus! Þetta var frekar skondið. Þá er bara að bíða og vona að páskalambið berist hingað til lands ásamt ekta páskaeggjum. Ég meina, Nói er nú kominn með heila stæðu af einhverjum hálsbrjóstsykri, af hverju ekki þá páskaeggjum!
Ég hef reyndar oft hugsað út í það hvers vegna það sé bara horft á Ameríkumarkað þegar kemur að sölu erlendis. Íslendingar eru nú komnir með það mikil ítök í atvinnulífinu hér austanmegin að þeir ættu að vera í góðri aðstöðu til að dobbla inn á Danina íslenskum munaðarvörum, þó ekki væri nema bara í Magasin!
Að sjálfsögðu á maður ekki að gera veður út af matnum sem hér fæst, enda eru kjúklingur og svín það sem best fer ofan í dömuna á bænum. Það væri samt gott að geta fengið sér eitt lambalæri við eitthvert tækifærið.
Jæja, ekki meira röfl í bili. Freud, Eysenck og Stern bíða spenntir eftir mér...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bilka..já...þekki fólk sem fór í helgarferð til Danmerkur og var allan tímann í Bilka og fóru svo með fjöll af dóti, skautum og ég veit ekki hverju heim. En eitt hef ég heyrt og það er að í Danmörku fáist íslenskt skyr og þeir séu meira að segja að fara að framleiða það sjálfir eftir ísl. uppskrift. Kannski trixið sé að fara bara í Magasín. Vona að Freud verði skemmtilegur.